Hæfðu flóttamannabúðir á Gasa þar sem mannfall nálgast 22 þúsund Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2023 15:24 Palestínsk kona sem særðist í árásum Ísraels í gær leitaði sér læknishjálpar á spítala á suðurhluta Gasa. Ap/Mohammed Dahman Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu. Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Samrýmist sú krafa ekki nýlegri tillögu ráðamanna í Egyptalandi sem hafa reynt að miðla málum milli Hamas og ísraelskra stjórnvalda til að binda enda á blóðugu átökin sem nálgast nú þriðja mánuð. Talið er fullvíst að Ísraelsmenn komi til með að hafna kröfum Hamas en stjórnvöld þar hafa sagt stöðvun átaka nú jafngilda sigri Hamas. Ísraelsstjórn hefur heitið því að halda stórfelldum loft- og landhernaði sínum á Gasaströndinni áfram þar til samtökin hafi verið leyst upp. Palestínskur maður ber lík skyldmennis sem fórst í árás Ísraels á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Bandaríkjastjórn hefur stutt Ísrael dyggilega í þessum efnum á alþjóðavettvangi en ríkisstjórn Joe Biden hefur á sama tíma kallað eftir því að Ísraelsher geri meira til þess að komast hjá frekara mannfalli meðal Palestínskra borgara. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en talið er að um 85% af 2,3 milljónum íbúa Gasa séu nú á vergangi. Stríðið hófst í kjölfar mannskæðrar árásar Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Síðan þá hefur mikill fjöldi Palestínumanna leitað skjóls á svæðum á Gasa sem hafa síðar orðið fyrir árásum Ísraels, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svæðin ættu að teljast örugg. Palestínumenn við rústir eftir árás Ísraelshers í Rafah á suðurhluta Gasa í gær.Ap/Fatima Shbair Samþykktu aukna vopnasölu Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, gaf út í dag að 21.672 Palestínumenn hafi farist frá því að stríðsátökin hófust í október og 56.165 aðrir særst. Talsmaður ráðuneytisins bætti við að 165 hafi farist á síðastliðnum sólarhring. Ekki er gerður greinarmunur á andlátum bardagamanna og almennra borgara í tölunum en heilbrigðisyfirvöld hafa sagt um 70% hinna látnu vera konur og börn. Sum af nýjustu andlátunum voru tilkynnt í kjölfar áðurnefndra loftárása Ísraelshers á Nuseirat og Bureij flóttamannabúðirnar sem gerðar voru aðfaranótt laugardags og fram á laugardag. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti í gær að selja hergögn til Ísraels fyrir 147,5 milljónir Bandaríkjadala, til viðbótar við fyrri vopnasölu og fjárhagsaðstoð. Ísraelskir hermenn tóku sér stöðu Ísraelsmegin við ytri mörk Gasastrandarinnar í gær.Ap/Ariel Schalit
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33 Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. 29. desember 2023 20:33
Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48
Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. 29. desember 2023 07:48