Myndi hugsa sig tvisvar um ef símtal bærist frá Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýrðu íslenska landsliðinu í sameiningu á EM 2016. Visir/Getty Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta telur ólíklegt að hann taki að sér annað þjálfarastarf í boltanum. Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan Landslið karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira