Sjötíu létust í árás á aðfangadagskvöld Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 08:44 Særður palestínskur maður færður á sjúkrahús eftir loftárás á aðfangadag. AP Sjötíu manns létust hið minnsta í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC og hefur eftir talsmanni Hamas innan heilbrigðisþjónustunnar á Gasa að líklegt sé að tala látinna muni hækka eftir því sem líður á. Árásin er gerð skömmu eftir að greint var frá nýrri vopnahléstillögu Egyptalands. Fjöldi fólks flykktist á nærliggjandi Al-Aqsa spítalann og sýna myndir þaðan blóðug börn eftir árásir. Líkum hinna látnu hefur verið raðað upp fyrir framan spítalann. Heilbrigðisráðuneytið segir að loftárásirnar hafi hæft þrjú íbúðarhúsnæði seint á aðfangadagskvöld, meðal annars fjölmenna íbúðablokk sem hafi gjöreyðilagst. Gjöreyðilagðar byggingar nærri Al Nusairat flóttamannabúðunum á Gasa eftir árásir Ísraelsmanna.epa „Við erum öll skotmörk“ Haft er eftir föður sem missti bæði dóttur sína og barnabörn og segir fjölskylduna hafa flúið frá norðurhluta Gasa suður á bóginn, þar sem meira öryggi hafi átt að vera. „Við vorum öll skotmörk. Óbreyttir borgarar eru skotmörk. Við erum hvergi óhult. Þeir sögðu okkur að yfirgefa Gasaborg - nú komum við til miðborgar Gasa til að deyja.“ Auk þess hafa samgöngur milli Maghazi og annarra flóttamannabúða legið niðri vegna árásanna, sem kemur í veg fyrir að viðbragðsaðilar komist leiðar sinnar. Í yfirlýsingu ísraelska hersins segir að herinn hafi fengið „fregnir af árásinni á Maghazi-búðirnar“. „Þrátt fyrir þær áskoranir sem myndast við það að Hamas hryðjuverkasamtökin starfi innan um óbreytta borgara á Gasa, fer ísraelski herinn eftir alþjóðalögum og tekur skref til að lágmarka skaða óbreyttra borgara,“ segir í yfirlýsingunni. Um helgina féllu tvö hundruð manns að auki í árásum Ísraelsmanna. Talið er að rúmlega 20 þúsund manns hafi látist á Gasa frá upphafi stríðs og að um 54 þúsund hafi særst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tvö hundruð Palestínumenn fallið síðasta sólarhring Tvö hunduð manns féllu í árásum Ísraelsmanna síðasta sólarhring og rúmlega tólf ísraelskir hermenn, að sögn hersins. Átök helgarinnar eru ein þau blóðugustu frá upphafi stríðs. Hækkandi dánartala innan herbúða Ísraelsmanna er sögð munu kynda undir stuðningi við hertar hernaðaraðgerðir. 24. desember 2023 14:15