Afturelding valin besta norræna sjónvarpsserían Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. desember 2023 13:42 Dóri segir umfjöllunina gott veganesti í skrif á seríu 2, þar sem Ingvar E fer með aðalhlutverck sem handboltagoðsögnin Skarphéðinn. vísir Sjónvarpsserían Afturelding er besta norræna sjónvarpsserían á þessu ári, að mati sænsks sjónvarpsgagnrýnanada. Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, einn höfunda þáttanna segir um mikinn heiður að ræða. Svíar virðist tengja sérstaklega vel við íþrómiðstöðvarmenningu okkar Íslendinga. Umræddur gagnrýnandi heitir Kjell Häglund og segir Aftureldingu eina bestu íþróttaseríu sem hann hafi séð. „Serían er virkilega spennandi og ófyrisjáanleg, bæði íþróttalega- og sáflræðilega,“ skrifar Kjell meðal annars og hrósar leikurum sérstaklega. Þorsteinn Bachmann standi þó fremstur meðal jafningja. „Drepfyndin túlkun á formanni klúbbsins, sem reynist á endanum vera hið mesta svín.“ Svíarnir með sama kúltúr Halldór segir umfjöllunina mikinn heiður enda um stærsta sjónvarpsgagnrýnanda Svíþjóðar að ræða. „Við heyrðum af því í sumar að serían væri að spilast vel í Svíþjóð, það var komin dagskrárgerð um seríuna og tala við handboltafólk og fleira. Það er gott að taka þetta pepp inn í áframhaldandi skrif á nýju seríunni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Hann segir að Skandinavíulöndin virðist taka sérstaklega vel í seríuna. „Svíarnir eru alveg sjúkir í Aftueldingu. Ég talaði við mann sem sagði að það sé í raun svona sami íþróttahúsakúltúr þar og hér á Íslandi. Þar sem íþróttahúsin verða miðstöð lítils bæjar þar sem allir fara í gegn, óháð því hvað er að ske. Tímarnir breytast en íþróttahúsin eru alltaf þarna. Þessi maður var nú að velta fyrir sér af hverju Afturelding hafi leyft okkur að ganga svona nærri þeim og ég man vel hvað Afturelding sagði, þau sögðu: „við erum bara íþróttafélag bæjarins og verðum að þola að vera hluti af þeim sögum sem sagðar eru úr bænum“. Mér fannst það bara stórt hugsað hjá þeim,“ segir Halldór að lokum. Bíó og sjónvarp Afturelding Mosfellsbær Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Umræddur gagnrýnandi heitir Kjell Häglund og segir Aftureldingu eina bestu íþróttaseríu sem hann hafi séð. „Serían er virkilega spennandi og ófyrisjáanleg, bæði íþróttalega- og sáflræðilega,“ skrifar Kjell meðal annars og hrósar leikurum sérstaklega. Þorsteinn Bachmann standi þó fremstur meðal jafningja. „Drepfyndin túlkun á formanni klúbbsins, sem reynist á endanum vera hið mesta svín.“ Svíarnir með sama kúltúr Halldór segir umfjöllunina mikinn heiður enda um stærsta sjónvarpsgagnrýnanda Svíþjóðar að ræða. „Við heyrðum af því í sumar að serían væri að spilast vel í Svíþjóð, það var komin dagskrárgerð um seríuna og tala við handboltafólk og fleira. Það er gott að taka þetta pepp inn í áframhaldandi skrif á nýju seríunni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Hann segir að Skandinavíulöndin virðist taka sérstaklega vel í seríuna. „Svíarnir eru alveg sjúkir í Aftueldingu. Ég talaði við mann sem sagði að það sé í raun svona sami íþróttahúsakúltúr þar og hér á Íslandi. Þar sem íþróttahúsin verða miðstöð lítils bæjar þar sem allir fara í gegn, óháð því hvað er að ske. Tímarnir breytast en íþróttahúsin eru alltaf þarna. Þessi maður var nú að velta fyrir sér af hverju Afturelding hafi leyft okkur að ganga svona nærri þeim og ég man vel hvað Afturelding sagði, þau sögðu: „við erum bara íþróttafélag bæjarins og verðum að þola að vera hluti af þeim sögum sem sagðar eru úr bænum“. Mér fannst það bara stórt hugsað hjá þeim,“ segir Halldór að lokum.
Bíó og sjónvarp Afturelding Mosfellsbær Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein