Tók rosalegt æðiskast eftir sigurmark Real Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 17:00 Luis García reif meðal annars í einn af aðstoðarmönnum sínum en allir reyndu þeir að láta eins og ekkert væri á meðan að stjórinn gekk af göflunum. Samsett/Getty Óhætt er að segja að Luis García, þjálfari Alavés, hafi misst stjórn á skapi sínu og rúmlega það þegar liðið fékk á sig mark í lokin á leik við Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Lucas Vázquez tryggði tíu leikmönnum Real 1-0 sigur með skallamarki eftir horn á síðustu mínútu. Vissulega svekkjandi en sjaldan hafa sést önnur eins viðbrögð og hjá García. Hann byrjaði á að sparka í kælibox á hliðarlínunni, gekk um öskrandi og reif svo í einn af aðstoðarmönnum sínum sem sat í sakleysi sínu. García var ekki runnin reiðin og hann reif sig úr úlpunni, kastaði henni í grasið og sömuleiðis húfunni sinni, áður en hann settist niður. En í sætinu hélt skapofsinn áfram og hann sparkaði og öskraði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Deportivo Alaves coach Luis Garcia lost his mind after Real Madrid s last minute winner pic.twitter.com/hdR2nCUBXk— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) December 22, 2023 Það fyrsta sem Vázquez sagði við fréttamenn eftir leikinn var að hann langaði ekkert til að ræða um æðiskastið, og hvað þá að horfa á það í endursýningu. Hann sagði þó: „Við hefðum átt að senda boltann þangað [benti á hinn vallarhelminginn] og þá hefði þetta verið búið. Í staðinn skorar leikmaður einn og óáreittur. Ég er reiðari yfir því en að við höfum misst boltann. Lucas má ekki fá að vera einn þarna. Menn verða að vita hvað þeir eiga að gera.“ Þetta var þriðja tap Alavés í röð og fer liðið inn í nýja árið í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Real Madrid komst hins vegar upp fyrir Girona á markatölu, á topp deildarinnar. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Lucas Vázquez tryggði tíu leikmönnum Real 1-0 sigur með skallamarki eftir horn á síðustu mínútu. Vissulega svekkjandi en sjaldan hafa sést önnur eins viðbrögð og hjá García. Hann byrjaði á að sparka í kælibox á hliðarlínunni, gekk um öskrandi og reif svo í einn af aðstoðarmönnum sínum sem sat í sakleysi sínu. García var ekki runnin reiðin og hann reif sig úr úlpunni, kastaði henni í grasið og sömuleiðis húfunni sinni, áður en hann settist niður. En í sætinu hélt skapofsinn áfram og hann sparkaði og öskraði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Deportivo Alaves coach Luis Garcia lost his mind after Real Madrid s last minute winner pic.twitter.com/hdR2nCUBXk— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) December 22, 2023 Það fyrsta sem Vázquez sagði við fréttamenn eftir leikinn var að hann langaði ekkert til að ræða um æðiskastið, og hvað þá að horfa á það í endursýningu. Hann sagði þó: „Við hefðum átt að senda boltann þangað [benti á hinn vallarhelminginn] og þá hefði þetta verið búið. Í staðinn skorar leikmaður einn og óáreittur. Ég er reiðari yfir því en að við höfum misst boltann. Lucas má ekki fá að vera einn þarna. Menn verða að vita hvað þeir eiga að gera.“ Þetta var þriðja tap Alavés í röð og fer liðið inn í nýja árið í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Real Madrid komst hins vegar upp fyrir Girona á markatölu, á topp deildarinnar.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira