Tottenham slökkti í Everton og lyfti sér í fjórða sætið 23. desember 2023 16:58 Richarlison skoraði þriðja leikinn í röð fyrir Tottenham. Vísir/Getty Eftir fjóra sigurleiki í ensku úrvalsdeildinni í röð er sigurganga Everton á enda. Liðið mátti þola 2-1 tap gegn Tottenham í dag, en Lundúnaliðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð. Heimamenn í Tottenham byrjuðu af miklum krafti og komust yfir strax á níundu mínútu með marki frá Richarlison eftir stoðsendingu frá Brennan Johnson. Níu mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0 eftir mark frá Heung-Min Son og heimamenn fóru því með tveggja marka forskot inn í hálfleikshléið. Dominic Calvert-Lewin minnkaði hins vegar muninn fyrir Everton snemma í síðari hálfleik eftir vandræðagang í vörn Tottenham. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom hins vegar í ljós að Andre Gomes hafði brotið á Emerson Royal í aðdraganda marksins og það fékk því ekki að standa. Andre Gomes gaf gestunum þó von þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar fast og hnitmiðað skot hans fann fjærhornið og enn nóg eftir á klukkunni. Ekki tókst gestunum þó að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan varð því sterkur 2-1 sigur Tottenham. Liðið situr nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 18 leiki, þremur stigum minna en topplið Arsenal sem á leik til góða. Everton situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Enski boltinn
Eftir fjóra sigurleiki í ensku úrvalsdeildinni í röð er sigurganga Everton á enda. Liðið mátti þola 2-1 tap gegn Tottenham í dag, en Lundúnaliðið hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð. Heimamenn í Tottenham byrjuðu af miklum krafti og komust yfir strax á níundu mínútu með marki frá Richarlison eftir stoðsendingu frá Brennan Johnson. Níu mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0 eftir mark frá Heung-Min Son og heimamenn fóru því með tveggja marka forskot inn í hálfleikshléið. Dominic Calvert-Lewin minnkaði hins vegar muninn fyrir Everton snemma í síðari hálfleik eftir vandræðagang í vörn Tottenham. Eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom hins vegar í ljós að Andre Gomes hafði brotið á Emerson Royal í aðdraganda marksins og það fékk því ekki að standa. Andre Gomes gaf gestunum þó von þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar fast og hnitmiðað skot hans fann fjærhornið og enn nóg eftir á klukkunni. Ekki tókst gestunum þó að finna jöfnunarmarkið og niðurstaðan varð því sterkur 2-1 sigur Tottenham. Liðið situr nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 18 leiki, þremur stigum minna en topplið Arsenal sem á leik til góða. Everton situr hins vegar í 16. sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti