Lífið

Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum

Boði Logason skrifar
Þóra Rós er einn vinsælasti jókakennari landsins og ætlar að kenna lesendum Vísis að slaka á og draga úr streitu. Þættir hennar verða á dagskrá annan hvern þriðjudag.
Þóra Rós er einn vinsælasti jókakennari landsins og ætlar að kenna lesendum Vísis að slaka á og draga úr streitu. Þættir hennar verða á dagskrá annan hvern þriðjudag. Vilhelm

Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum.

„Mikil streita og spenna safnast í hálsi og öxlum. Það er mikilvægt að losa um spennuna með öndunaræfingum og léttum jógastöðum. Sitjandi hryggvinda eykur liðleika í hryggnum og hjálpar að losa enn betur um streitu,“ segir Þóra Rós.

Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en annan hvern þriðjudag ætlar Þóra Rós að kenna lesendum Vísis mismunandi jógastöður og hjálpa fólki að draga úr streitu.

Klippa: Jógastaða vikunnar - Höfuð, háls og axlir

Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.