Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2023 07:15 Ecmel Faik Sarialioglu tók leikmenn Istanbulspor af velli í mótmælaskyni í leiknum gegn Trabzonspor í gær. getty/Kadir Kemal Behar Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. Fyrr í mánuðinum fór forseti Ankaragucu, Faruk Koca, inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler. Koca var handtekinn og öllum leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni frestað vegna atviksins. Keppni í henni hófst að nýju í gær en annar forseti liðs stal þá fyrirsögnunum. Botnlið Istanbulspor tók á móti Trabzonspor í gær. Gestirnir komust í 1-2 á 68. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði. Heimamenn voru afar ósáttir og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu skömmu áður. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér í kjölfarið ferð niður á völlinn og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni. Nokkrir leikmenn Istanbulspor reyndu að telja Sarialioglu hughvarf og Fílbeinsstrendingurinn Simon Deli kraup meira að segja fyrir framan forsetann. Honum var samt ekki haggað og leiknum var hætt. Óvíst er hvað gerist í framhaldinu en Sarialioglu fær væntanlega þunga refsingu. „Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann. Við bíðum eftir ákvörðun knattspyrnusambandsins,“ sagði þjálfari Trabzonspor, Abdullah Avci, eftir leikinn. Trabzonspor er í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Istanbulspor á botninum eins og áður sagði. Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Fyrr í mánuðinum fór forseti Ankaragucu, Faruk Koca, inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler. Koca var handtekinn og öllum leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni frestað vegna atviksins. Keppni í henni hófst að nýju í gær en annar forseti liðs stal þá fyrirsögnunum. Botnlið Istanbulspor tók á móti Trabzonspor í gær. Gestirnir komust í 1-2 á 68. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði. Heimamenn voru afar ósáttir og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu skömmu áður. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér í kjölfarið ferð niður á völlinn og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni. Nokkrir leikmenn Istanbulspor reyndu að telja Sarialioglu hughvarf og Fílbeinsstrendingurinn Simon Deli kraup meira að segja fyrir framan forsetann. Honum var samt ekki haggað og leiknum var hætt. Óvíst er hvað gerist í framhaldinu en Sarialioglu fær væntanlega þunga refsingu. „Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann. Við bíðum eftir ákvörðun knattspyrnusambandsins,“ sagði þjálfari Trabzonspor, Abdullah Avci, eftir leikinn. Trabzonspor er í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Istanbulspor á botninum eins og áður sagði.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira