Forseti Barcelona hefur ekki misst trú á Xavi Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 20:31 Orðrómar hafa verið á sveimi að Laporta vilji Xavi burt frá Barcelona. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, sagði Xavi, þjálfara liðsins, enn njóta fulls stuðnings stjórnarinnar þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu. Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 💬 Laporta, en @EFEdeportes: "La confianza que tenemos en Xavi es total. A parte de sus conocimientos, es un gran entrenador, pero es que además tiene la virtud de que es una persona resistente, que protege a sus jugadores"https://t.co/2PquEObO20— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 18, 2023 Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 💬 Laporta, en @EFEdeportes: "La confianza que tenemos en Xavi es total. A parte de sus conocimientos, es un gran entrenador, pero es que además tiene la virtud de que es una persona resistente, que protege a sus jugadores"https://t.co/2PquEObO20— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) December 18, 2023 Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira