Lífið

Magnús Scheving selur slotið við Sunnuflöt

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið 278 fermetrar að stærð á tveimur hæðum á vinsælum stað við Sunnuflöt í Garðabæ.
Húsið 278 fermetrar að stærð á tveimur hæðum á vinsælum stað við Sunnuflöt í Garðabæ.

Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, og eiginkona hans, Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 37 í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 225 milljónir. 

Um er að 278 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1965 í U, í svokölluðum Fúnkísstíl.

Húsið var byggt í Fúnkísstíl árið 1965.Landmark

Eignin skiptist í stórt og opið alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Í rýminu eru stór og bjartir gluggar til suðurs.

Í eldhúsi er vegleg innrétting úr spónlagðri eik með góðu skápaplássi og marmara á borðum. Stór og vegleg eyja aðskilur rýmin að. Úr alrými er gengið inn í arinstofu með fallega hlöðnum vegg með Drápuhlíðargrjóti.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Arinstofan er notaleg Landmark
Eldhúsinnrétting er úr spónalagðri eik. Landmark
Viður, plöntur og náttúrulegir litatónar ramma stofuna inn á notalegan hátt.Landmark
Svefnherbergisgangurinn er L-laga. Af honum eru þrjú góð svefnherbergi, áður fjögur, fataherbergi innan af hjónaherbergi.Landmark
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, frístandandi baðkari og walk-in sturtu. Innrétting er með marmara á borðplötu.Landmark
Landmark
Landmark
Bakvið húsið er stór verönd með steyptum heitum potti.Landmark





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.