Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2023 19:37 Íbúar á Gasa afferma flutningabíl með neyðarbirgðum. AP/Fatima Shbair Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fréttaveitan Reuters greinir frá því að tilgangur opnunarinnar sé að tvöfalda matar- og sjúkrabirgðir fyrir íbúa Gasa. Kerem Shalom landamærin hafa verið lokuð frá upphafi stríðs Ísrael og Hamas þann 7. október. Hingað til hefur öll sú neyðaraðstoð sem borist hefur íbúum Gasa flust yfir Rafah landamærin, sem aðskilja Gasa og Egyptaland. Birgðirnar minni en fyrir stríð Ísraelsk yfirvöld samþykktu flutningana yfir Kerem Shalom landamærin í síðustu viku sem hluta af samkomulagi við Bandaríkin um mannúðaraðstoð á Gasa. Ísraelsk varnarmálayfirvöld staðfestu í yfirlýsingu í dag að fyrsta sending neyðarbirgða yfir landamærin myndi berast í dag. Ísraelar gáfu þó einungis leyfi fyrir að hundrað flutningabílar færu yfir landamærin á dag. Til samanburðar komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst, að sögn samskiptastjóra ActionAid. Reuters hefur eftir starfsmanni Rauða krossins í Egyptalandi að 79 flutningabílum hafi verið hleypt yfir landamærin í dag. Hentugri en við Rafah Árásum Ísraelshers á Gasa hefur fjölgað og í leið hefur mannúðarástandið þar versnað til muna. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að sífellt harðari árásir Ísraelshers á Gasa hafi valdið versnandi ástandi og skortur á mat og öðrum nauðsynjavörum sé orðinn mikill. Í vikunni sagði yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að stofnun hans væri að hruni komin. Hann sagði ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. Landamærin sem nú hafa verið opnuð fyrir flutning á neyðarbirgðum eru sögð hentugri en Rafah landamærin fyrir slíkan flutning, þau tryggi fljótlegri afhendingu neyðarbirgðanna. Rafah landamærin eru staðsett nokkrum kílómetrum frá Kerem Shalom, og aðskilja Gasa og Egyptaland.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira