Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 10:17 Halil Umut Meler liggur hér í grasinu eftir höggið frá Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu félagins, sem stendur yfir honum. Getty/Emin Sansar Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01