Stálheppinn Brynjólfur brosti breitt að lokum Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 11:31 Brynjólfur Willumsson var skiljanlega órólegur eftir að vítaspyrna hans var varin, en hann fékk annað tækifæri. Skjáskot/TV2 Brynjólfur Willumsson átti sinn þátt í að fullkomna magnað ævintýri norska knattspyrnuliðsins Kristiansund í gær en var á sama tíma hársbreidd frá því að reynast skúrkur dagsins. Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni. Norski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira
Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni.
Norski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Sjá meira