Atvikið sem um er ræðir er á þann veg að Adomas Drungilas ver skot í leiknum en boltinn hafði varið í spjaldið áður en Drungilas sló hann í burtu.
„Dómarinn er í mjög góðri stöðu þarna til að meta hvort boltinn eigi séns á að fara ofan í körfuna og hann á aldrei séns á að fara ofan í körfuna,“ bættir Sævar við.
„Þeir hljóta að hafa séð þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, hvumsa.
Teitur Örlygsson var ekki á sama máli: „Ég er búinn að horfa á milljón körfuboltaleiki og þetta er alltaf karfa góð.“
Umræðu Körfuboltakvölds um þetta tiltekna atvik sem og leikinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það var hiti í mönnum á Króknum.