Meistararnir burstuðu ÍBV og komnir á toppinn að nýju Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 22:48 Dusty stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda. Dusty hafði auðveldan sigur gegn ÍBV í Ljósleiðaradeildinni fyrr í kvöld. Liðin mættust á Ancient og hófu Dusty leik í vörn. ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti
ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti