Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2023 09:31 Dönsku miðlarnir undirstrikuðu vonbrigði gærkvöldsins eftir tapið gegn Íslandi. Skjáskot/DR/EkstraBladet og EPA/Johnny Pedersen Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
Í dönsku miðlunum er því lýst sem „jólakraftaverki“ að Wales hafi náð jafntefli við Þýskaland í gær, í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Það jafntefli þýddi að Dönum dugði sigur gegn Íslandi til að vinna riðilinn og komast í fjögurra liða úrslit keppninnar, þaðan sem þrjú lið komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En íslenska vörnin, með hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur stórkostlega í markinu, hélt hreinu gegn Dönum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmark í seinni hálfleik. Þessu lýsir danski ríkismiðillinn DR sem „fíaskói“ og flestir leikmanna liðsins fá falleinkunn hjá bæði sérfræðingum og lesendum miðilsins. „Ég trúi þessu ekki enn þá. Það var algjör draumur að komast á Ólympíuleikana. Eða að spila að minnsta kosti um sæti þar, þar sem allt hefði getað gerst. En við fáum það ekki því við vorum ekki nógu skilvirkar í dag, og það er ofboðslega sárt,“ sagði Frederikke Thögersen, leikmaður danska liðsins, við TV 2. „Þetta er svo vont“ Fyrirliðinn Stine Ballisager tók í sama streng: „Þetta er svo vont. Fyrir fram fannst manni Ólympíuleikarnir svo langt í burtu. Svo voru þeir allt í einu svo nærri en svo aftur langt í burtu. Þetta er bara svo vont, þegar maður vill upplifa draum og það hefði verið svo stórt að komast á Ólympíuleikana, en svo tókst það ekki, og þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ballisager. „Maður er bara tómur núna. Mér finnst það helvíti hlægilegt, ef maður má blóta, að við skulum ekki hafa gengið harðar eftir þessu og að við höfum ekki sýnt meiri vilja, spilandi hér á heimavelli,“ sagði Sanne Troelsgaard við Ekstra Bladet. Lokastaðan í riðlinum var sú að Þýskaland fékk 13 stig og vann, Danmörk hlaut 12 stig, Ísland 9 stig og Wales aðeins eitt stig. Þýskaland og Danmörk eru því örugg um að halda sæti sínu í A-deild, Ísland fer í umspil við lið úr B-deild í lok febrúar, en Wales fellur.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41 „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Sjá meira
„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:41
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10