Fimm detta út úr byrjunarliðinu fyrir Danmerkurleikinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 17:18 Alexandra Jóhannsdóttir í leik á móti Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Getty/Brynjar Gunnarsson Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Þorsteinn tekur nefnilega fimm leikmenn út úr byrjunarliðinu frá því úr leiknum á móti Wales á föstudaginn en íslenska liðið tryggði sér þá þriðja sætið í riðlinum með 2-1 sigri. Leikmennirnir sem koma inn í byrjunarliðið eru þær Fanney Inga Birkisdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers. Þær sem detta út eru Telma Ívarsdóttir, Sandra María Jessen, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hildur Antonsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Telma tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda í keppninni. Fanney Inga er að spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Alexandra Jóhannsdóttir er líka að byrja sinn fyrsta leik í þessari Þjóðadeild. Alexandra hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum en fær nú tækifærið. 👀 Byrjunarliðið gegn Danmörku í kvöld!📺 Leikurinn hefst kl. 18:30 og er í beinni útsendingu á RÚV! This is how we start our match against Denmark in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/21qE1qNwSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Diljá Ýr byrjaði fyrsta leikinn í keppninni en hefur ekki byrjað fleiri. Hún kom hins vegar inn á sem varamaður á móti Wales og gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki. Þetta þýðir jafnframt að aðeins fimm leikmenn náðu að byrja alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni í ár því þær Telma Ívarsdóttir, Sandra María Jessen og Hildur Antonsdóttir höfðu byrjað hina fimm. Leikmennirnir fimm sem hafa alltaf verið í byrjunarliðinu eru Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hlín Eiríksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. Byrjunarliðið hjá Íslandi: Fanney Inga Birkisdóttir Guðný Árnadóttir Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Sædís Rún Heiðarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Agla María Albertsdóttir Hlín Eiríksdóttir Diljá Ýr Zomers Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Þorsteinn tekur nefnilega fimm leikmenn út úr byrjunarliðinu frá því úr leiknum á móti Wales á föstudaginn en íslenska liðið tryggði sér þá þriðja sætið í riðlinum með 2-1 sigri. Leikmennirnir sem koma inn í byrjunarliðið eru þær Fanney Inga Birkisdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers. Þær sem detta út eru Telma Ívarsdóttir, Sandra María Jessen, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hildur Antonsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Telma tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda í keppninni. Fanney Inga er að spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Alexandra Jóhannsdóttir er líka að byrja sinn fyrsta leik í þessari Þjóðadeild. Alexandra hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum en fær nú tækifærið. 👀 Byrjunarliðið gegn Danmörku í kvöld!📺 Leikurinn hefst kl. 18:30 og er í beinni útsendingu á RÚV! This is how we start our match against Denmark in the UEFA Nations League.#dottir pic.twitter.com/21qE1qNwSW— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 5, 2023 Diljá Ýr byrjaði fyrsta leikinn í keppninni en hefur ekki byrjað fleiri. Hún kom hins vegar inn á sem varamaður á móti Wales og gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki. Þetta þýðir jafnframt að aðeins fimm leikmenn náðu að byrja alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni í ár því þær Telma Ívarsdóttir, Sandra María Jessen og Hildur Antonsdóttir höfðu byrjað hina fimm. Leikmennirnir fimm sem hafa alltaf verið í byrjunarliðinu eru Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hlín Eiríksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir. Byrjunarliðið hjá Íslandi: Fanney Inga Birkisdóttir Guðný Árnadóttir Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Sædís Rún Heiðarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Agla María Albertsdóttir Hlín Eiríksdóttir Diljá Ýr Zomers
Byrjunarliðið hjá Íslandi: Fanney Inga Birkisdóttir Guðný Árnadóttir Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Sædís Rún Heiðarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Agla María Albertsdóttir Hlín Eiríksdóttir Diljá Ýr Zomers
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira