Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi Jónas Sen skrifar 5. desember 2023 08:00 Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir sungu jólalög í anda Ellu Fitzgerald. Átta manna hljómsveit lék með undir stjórn Vignis Þórs Stefánssonar. Tónleikarnir fóru fram í Kópavogi föstudaginn 1. desember. Jónas Sen Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt. Dugði ekki til Fimm söngkonur komu fram, þær Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Ellu Fitzgerald, nánar tiltekið jólaplötunum sem komu út með henni fyrir margt löngu. Sungin voru flest frægustu jólalögin á borð við White Christmas, Let It Snow og Jingle Bells. Söngurinn var í sjálfu sér góður, allar söngkonurnar sungu hreint, af krafti og innlifun. En það dugði ekki alveg til. Inn um eitt... Mörg jólalög eru yfirborðsleg, og sum eru væmin. Ella Fitzgerald hafði hins vegar afar persónulegan stíl, magnaða rödd og áreynslulausa tækni. Jólalögin hljóma því fersk í meðförum hennar á plötunum. Söngkonurnar fimm reyndu að stæla hana á tónleikunum, og það tókst misvel. Söngur þeirra bliknaði við hliðina á Ellu sjálfri. Þar var vantaði þetta EITTHVAÐ sem Ella bjó yfir. Lögin fóru því flest inn um eitt og út um hitt. Eitt flottasta lagið Nokkur áhugaverð lög voru samt á dagskránni. Þar á meðal var Just a Closer Walk With Thee eftir óþekktan höfund, einskonar gospel-lag við trúarlegan texta þar sem vitnað er í biblíuna. Ragga Gröndal söng lagið af næmni og tilfinningu við afar dáleiðandi, hægan takt hljómsveitarinnar. Það var eitt flottasta lagið á tónleikunum, einstaklega hrífandi og fallegt. Meira svoleiðis hefði mátt vera í boði. Átta manna hljómsveitin var yfirleitt með allt á hreinu. Vignir Þór Stefánsson lék á píanó af fagmennsku og lipurleika. Hann stjórnaði líka hljómsveitinni, sem var samtaka og spilaði ávallt líflega. Fæst sólóin voru þó bitastæð, þau voru bara máttlausar tuggur, merkingarlaus froða. Á heildina litið var hljómsveitarleikurinn því óttalega innihaldsrýr, veggfóður fremur en málverk, ef svo má að orði komast. Aukalagið var best Aukalagið var eiginlega það besta á tónleikunum, It Came Upon a Midnight Clear eftir Edmund Sears frá miðri nítjándu öld. Þá var djassstælunum kastað fyrir róða, hljómsveitin og söngkonurnar sungu saman í einföldum kirkjustíl. Það var afskaplega hátíðlegt; loksins eitthvað sem hitti mann í hjartastað. Í sjálfu sér voru þetta ekki slæmir tónleikar. Söngurinn var góður og hljómsveitin fín. En það var ekkert meira en það og maður fór eiginlega geispandi út í náttmyrkrið á eftir. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar en ekkert sem maður hefur ekki heyrt þúsund sinnum áður. Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Jól Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dugði ekki til Fimm söngkonur komu fram, þær Rebekka Blöndal, Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigrún Erla Grétarsdóttir. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Ellu Fitzgerald, nánar tiltekið jólaplötunum sem komu út með henni fyrir margt löngu. Sungin voru flest frægustu jólalögin á borð við White Christmas, Let It Snow og Jingle Bells. Söngurinn var í sjálfu sér góður, allar söngkonurnar sungu hreint, af krafti og innlifun. En það dugði ekki alveg til. Inn um eitt... Mörg jólalög eru yfirborðsleg, og sum eru væmin. Ella Fitzgerald hafði hins vegar afar persónulegan stíl, magnaða rödd og áreynslulausa tækni. Jólalögin hljóma því fersk í meðförum hennar á plötunum. Söngkonurnar fimm reyndu að stæla hana á tónleikunum, og það tókst misvel. Söngur þeirra bliknaði við hliðina á Ellu sjálfri. Þar var vantaði þetta EITTHVAÐ sem Ella bjó yfir. Lögin fóru því flest inn um eitt og út um hitt. Eitt flottasta lagið Nokkur áhugaverð lög voru samt á dagskránni. Þar á meðal var Just a Closer Walk With Thee eftir óþekktan höfund, einskonar gospel-lag við trúarlegan texta þar sem vitnað er í biblíuna. Ragga Gröndal söng lagið af næmni og tilfinningu við afar dáleiðandi, hægan takt hljómsveitarinnar. Það var eitt flottasta lagið á tónleikunum, einstaklega hrífandi og fallegt. Meira svoleiðis hefði mátt vera í boði. Átta manna hljómsveitin var yfirleitt með allt á hreinu. Vignir Þór Stefánsson lék á píanó af fagmennsku og lipurleika. Hann stjórnaði líka hljómsveitinni, sem var samtaka og spilaði ávallt líflega. Fæst sólóin voru þó bitastæð, þau voru bara máttlausar tuggur, merkingarlaus froða. Á heildina litið var hljómsveitarleikurinn því óttalega innihaldsrýr, veggfóður fremur en málverk, ef svo má að orði komast. Aukalagið var best Aukalagið var eiginlega það besta á tónleikunum, It Came Upon a Midnight Clear eftir Edmund Sears frá miðri nítjándu öld. Þá var djassstælunum kastað fyrir róða, hljómsveitin og söngkonurnar sungu saman í einföldum kirkjustíl. Það var afskaplega hátíðlegt; loksins eitthvað sem hitti mann í hjartastað. Í sjálfu sér voru þetta ekki slæmir tónleikar. Söngurinn var góður og hljómsveitin fín. En það var ekkert meira en það og maður fór eiginlega geispandi út í náttmyrkrið á eftir. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar en ekkert sem maður hefur ekki heyrt þúsund sinnum áður.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Jól Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira