Leikstýrði tónlistarmyndbandi við lag pabba síns Boði Logason skrifar 5. desember 2023 10:15 Feðginin Margrét og Einar eru listamennirnir á bakvið lagið og myndbandið. Aðsend Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Sérhver jól með þér. Lagið er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Löðurs. Leikstjóri myndbandsins er Margrét Einarsdóttir, dóttir Einars Arnar Jónssonar einn af forsprökkum Löðurs, en fyrir þremur árum stofnaði hún eigið framleiðslufyrirtæki, Kvísl Productions. Í samtali við Vísi segir Einar Örn að það hafi legið beint við að fá dóttur sína til að framleiða og leikstýra myndbandinu. „Lagið fjallar um þessa tilfinningu að vera allt í einu kominn með litla fjölskyldu og halda jól með þeim í fyrsta skipti. Margrét var mín besta jólagjöf og því var textinn við lagið auðsaminn. Það þurfti ekki að búa til neina sögu, hún var þegar skrifuð. Svo eru náttúrlega algjör forréttindi að fá tækifæri til að vinna með börnunum sínum,“ segir Einar Örn. Auk þess að reka Kvísl Productions er Margrét markvörður Hauka í Olís deildinni í handbolta, kennir í Norðlingaskóla og nemur fjármálastærðfræði í HÍ. Hún segir það ákveðið púsluspil að halda öllum boltum á lofti, sem svo má að orði komast, en handboltinn gangi fyrir. Margrét Einarsdóttir er markvörður Hauka í Olís deildinni. Samhliða handboltanum rekur hún framleiðslufyrirtæki.Hulda Margrét „Það gengur vel hjá okkur í Haukum og framundan eftir áramótin er mikilvægasti kaflinn á tímabilinu. Þegar handboltaferlinum og náminu lýkur er markmiðið að helga sig kvikmyndabransanum,“ segir hún. Sigurður Sigurjónsson leikur aðalhlutverkið í myndbandinu ásamt Baldri Einarssyni, bróður Margrétar og Freyju Kjartansdóttur. Einnig koma fram Bríet Vignisdóttir 4 ára og Lilja Ingvadóttir 5 mánaða. Einar Örn segir að það hafi verið algjör draumur að vinna með Sigga Sigurjóns. „Ég lagði áherslu á að skipuleggja tökudaginn vel og hver sena var vel undirbúin. Tökurnar gengu því afskaplega vel og allir leikararnir frábærir, hvort sem þeir voru sextíu og níu ára eða fimm mánaða.“ Sérhver jól með þér er fimmta lagið sem Löður sendir frá sér. Einar Örn er helst þekktur fyrir hljómborðsleik með Í svörtum fötum, en hann samdi einmitt Jólin eru að koma sem hljómsveitin gaf út árið 2001. „Löður er vettvangur sem ég nýti til að gefa út mitt eigið efni – oftast stórar ballöður með strengjasveit og tilheyrandi. Hljómsveitin hefur einnig leikið á fjölmörgum árshátíðum og þá hef ég fengið Dag Sigurðsson, Ernu Hrönn og fleiri til að syngja með okkur. Þar fer nú minna fyrir ballöðunum – og meira fyrir alþekktum slögurum,“ segir hann að lokum. Jól Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Leikstjóri myndbandsins er Margrét Einarsdóttir, dóttir Einars Arnar Jónssonar einn af forsprökkum Löðurs, en fyrir þremur árum stofnaði hún eigið framleiðslufyrirtæki, Kvísl Productions. Í samtali við Vísi segir Einar Örn að það hafi legið beint við að fá dóttur sína til að framleiða og leikstýra myndbandinu. „Lagið fjallar um þessa tilfinningu að vera allt í einu kominn með litla fjölskyldu og halda jól með þeim í fyrsta skipti. Margrét var mín besta jólagjöf og því var textinn við lagið auðsaminn. Það þurfti ekki að búa til neina sögu, hún var þegar skrifuð. Svo eru náttúrlega algjör forréttindi að fá tækifæri til að vinna með börnunum sínum,“ segir Einar Örn. Auk þess að reka Kvísl Productions er Margrét markvörður Hauka í Olís deildinni í handbolta, kennir í Norðlingaskóla og nemur fjármálastærðfræði í HÍ. Hún segir það ákveðið púsluspil að halda öllum boltum á lofti, sem svo má að orði komast, en handboltinn gangi fyrir. Margrét Einarsdóttir er markvörður Hauka í Olís deildinni. Samhliða handboltanum rekur hún framleiðslufyrirtæki.Hulda Margrét „Það gengur vel hjá okkur í Haukum og framundan eftir áramótin er mikilvægasti kaflinn á tímabilinu. Þegar handboltaferlinum og náminu lýkur er markmiðið að helga sig kvikmyndabransanum,“ segir hún. Sigurður Sigurjónsson leikur aðalhlutverkið í myndbandinu ásamt Baldri Einarssyni, bróður Margrétar og Freyju Kjartansdóttur. Einnig koma fram Bríet Vignisdóttir 4 ára og Lilja Ingvadóttir 5 mánaða. Einar Örn segir að það hafi verið algjör draumur að vinna með Sigga Sigurjóns. „Ég lagði áherslu á að skipuleggja tökudaginn vel og hver sena var vel undirbúin. Tökurnar gengu því afskaplega vel og allir leikararnir frábærir, hvort sem þeir voru sextíu og níu ára eða fimm mánaða.“ Sérhver jól með þér er fimmta lagið sem Löður sendir frá sér. Einar Örn er helst þekktur fyrir hljómborðsleik með Í svörtum fötum, en hann samdi einmitt Jólin eru að koma sem hljómsveitin gaf út árið 2001. „Löður er vettvangur sem ég nýti til að gefa út mitt eigið efni – oftast stórar ballöður með strengjasveit og tilheyrandi. Hljómsveitin hefur einnig leikið á fjölmörgum árshátíðum og þá hef ég fengið Dag Sigurðsson, Ernu Hrönn og fleiri til að syngja með okkur. Þar fer nú minna fyrir ballöðunum – og meira fyrir alþekktum slögurum,“ segir hann að lokum.
Jól Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira