Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 21:43 Þorsteinn Halldórsson stýrði Íslandi til 3. sætis í riðli liðsins í A-deild Þjóðadeildar og forðaði því frá falli í kvöld. Umspil bíður liðsins í febrúar en óljóst er hvar heimaleikur liðsins verður. Getty/Charlotte Tattersall Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira