Mannskæð skotárás í Jerúsalem Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 23:03 Þrír eru látnir og fjölmargir særðir eftir skotárás Hamas-liða í Jerúsalemborg í dag. EPA/Abir Sultan Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36