Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Aron Guðmundsson skrifar 1. desember 2023 08:01 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið. Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reiddu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið.
Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu.
Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reiddu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu