Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2023 00:23 Geert Wilders ætlar sér að verða forsætisráðherra Hollands. getty Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten. Holland Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten.
Holland Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47