FIFA rannsakar óeirðirnar fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 22:30 Óeirðir brutust út fyrir viðureign Brasilíu og Argentínu. Marcello Dias/Eurasia Sport Images/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafið rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað uppi í stúku og urðu til þess að viðureign Brasilíu og Argentínu seinkaði á aðfaranótt miðvikudags. Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja. Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Leik Brasilíu og Argentínu seinkaði um tæplega hálftíma eftir að slagsmál brutust út í stúkunni á Maracana vellinum í Ríó. Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins, tjáði sig um málið eftir leik og sagði að slagsmálin hefðu getað endað sem harmleikur, um leið og hann gagnrýndi lögregluþjóna sem beittu bareflum til að halda reiðum stuðningsmönnum liðanna í skefjum. Knattspyrnusambönd beggja landa gætu nú átt yfir höfði sér refsingar eftir ólætin, en vandræðin hófust er verið var að syngja þjóðsöngva landanna tveggja. Eins og áður segir beittu lögreglumenn bareflum til að halda stuðningsmönnum liðanna í skefjum og þá sáust einhverjir stuðningsmenn rífa upp sæti og kasta þeim í áttina að öðrum stuðningsmönnum. Aðrir sáust hlaupa inn á völlinn til að reyna að forðast ólætin. Leikmenn beggja liða nálguðust stúkuna til að reyna að róa æsta stuðningsmenn, en það gekk þó illa. Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, sást til að mynda reyna að hrifsa barefli af einum lögreglumanni. Leikurinn hófst þó að lokum eftir tæplega hálftíma töf og Argentína fagnaði dýrmætum 1-0 sigri. Eins og gefur að skilja voru það þó ekki úrslitin sem gripu fyrirsagnirnar. „FIFA getur staðfest að aganefnd sambandsins hefur hafið rannsókn gegn brasilíska knattspyrnusambandinu (CBF) sem og argentínska knattspyrnusambandinu (AFA), segir í yfirlýsingu FIFA sem birtist í dag. Þar kemur fram að brasilíska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á grein 17 í reglugerð aganefndarinnar sem snýr að reglu og öryggi á leikjum og argentínska sambandið sæti rannsóknar vegna brota á reglum um óeirðir og seinkun leikja.
Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira