Það er BBC sem greinir frá en kynferðisbrotið er sagt hafa átt sér stað í desember fyrir um ári síðan.
Undanfarna mánuði hefur Alves setið í fangelsi án þess möguleika að verða látinn laus gegn tryggingu á meðan að mál hans bíður þess að fara fyrir dómstóla.
Alves var handtekinn í janúar í upphafi þessa árs vegna ásakanana um kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á næturklúbbi í Barcelona.
Saksóknaraembættið krefst þess einnig að þegar að umræddum fangelsisdómi lýkur verði sett nálgunarbann á Alves þannig að hann geti ekki nálgast meintan þolanda og þá verði honum gert að greiða 150 þúsund evrur í skaðabætur.