Utan vallar: Ísland og hin heimilislausu liðin drógust saman í umspili EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu vissu alltaf að þeir myndu ekki spila umspilsleikina á Íslandi. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið er nú aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar. Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Eftir þung og erfið síðustu ár hjá landsliðinu þá er tilefni til bjartsýni nú þegar það er raunhæfur möguleiki að komast í hóp þeirra 24 þjóða sem keppa um Evrópumeistaratitilinn sumarið 2024. Íslenska liðið var síðasta liðið inn í umspilið um laus þrjú sæti og endaði síðan í B-deildarumspilinu eftir dráttinn í gær. Það er alltaf talað um að það skipti mestu máli að fá heimaleik en þegar þú ert ekki með heimavöll þá er nú hægt að segja að Knattspyrnusamband Íslands hafði í raun heppnina með sér með að lenda á útivelli í báðum leikjunum. Það var reyndar alltaf ljóst að fyrri leikurinn yrði á útivelli. Laugardalsvöllurinn hýsir ekki fótboltaleik í mars og því hefði KSÍ þurft að finna hentugan leikvang erlendis til að taka af sér hlutverk heimavallar Íslands. Það er ef íslenska liðið kæmist í úrslitaleikinn um laust sæti. Sá leikur er bara fjórum dögum eftir undanúrslitaleikinn og því hefði þurft að gera ráðstafanir og leigja leikvang hvernig sem færi. Jú, heimaleikur Íslands hefði ekki farið fram á Íslandi. Þessu hefur verið hótað af Alþjóðasamböndum í handbolta og körfubolta þar sem íþróttahöllin okkar í Laugardalnum er á endalausum undanþágum en hefði orðið að veruleika fyrir fótboltalandsliðið í mars. Þess í stað mætir Ísland hinum heimilislausu liðum evrópska landsliðsfótboltans. Það eru þó ekki skortur á nothæfum þjóðarleikvangi sem kemur í veg fyrir heimaleikina þeirra eins og hjá okkur Íslendingum. Stríðsástand í Úkraínu og Ísrael sjá til þess að landslið þeirra þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Ísland mætir Ísrael á útivelli undanúrslitum umspilsins en sá leikur verður spilaður á hlutlausum velli. Líklegast er að sá leikur fari fram í Ungverjalandi og þá jafnvel í Búdapest þar sem leið Íslands á síðasta Evrópumót endaði með grátlegu tapi. Takist okkar strákum að slá út Ísraelsmenn þá bíður liðsins annar útileikur á móti annaðhvort Úkraínu eða Bosníu sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Verði það Úkraína verður leikurinn á hlutlausum velli en úkraínska liðið hefur spilað leiki sína í Póllandi, Slóvakíu, Tékklandi og Þýskalandi í þessar undankeppni. Það var kannski við hæfi að heimilislausu landsliðin lendi saman í umspilinu. Það eru auðvitað mjög sorglegar ástæður fyrir því Úkraína og Ísrael geti ekki spilað heima hjá sér en hreinlega vandræðalegt fyrir Ísland að vera í þessari stöðu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Utan vallar Tengdar fréttir Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27 Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44 Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15 Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23. nóvember 2023 15:27
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23. nóvember 2023 11:44
Mæta Ísrael í umspilinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 23. nóvember 2023 11:15
Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23. nóvember 2023 23:30
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn