„Fólk er bara sjúkt í stress!“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:00 Kristín átti ekki von á því að eftirspurn eftir miðum á sýninguna yrði svo mikil eins og raun ber vitni. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum. „Ég var búin að hugsa um þetta svo lengi og ég var á milli verkefna, vantaði að gera eitthvað og hafði aldrei þorað þessu og ákvað bara að kýla á þetta og það kemur í ljós að fólk er bara sjúkt í stress!“ segir Kristín hlæjandi í samtali við Vísi. Sýningin ber heitið Á rauðu ljósi og segist Kristín meðal annars ætla að nýta sína eigin persónulegu reynslu í verkið. Hún segir það hafa komið í ljós að stress sé ógeðslega fyndið. „Það er svo áhugavert að skoða í baksýnispeglingum hvað óþarfa stress getur verið sjúklega fyndið. Af því að svo margt er ógeðslega fyndið stress, en svo er það spurningin hvenær eru rauðu ljósin komin?“ Getum ekki lifað án kortisóls Kristín segist alltaf hafa verið stressuð. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún ætti að gera við þær tilfinningar. Stress sé raunar bara líkamlegt viðbragð sem sé bráðnauðsynlegt varnarviðbragð sem ósköp eðlilegt sé að finna fyrir. „Við getum ekki lifað án kortisóls. Stresshormóns. Auðvitað er það svo ólíkt hjá fólki hvað veldur stressi og er persónubundið. Ég fer svolítið í gegnum það hvað ég lærði og eitt af því er að það sem er vörn gegn streitu er hlátur. Þannig að þetta er frelsandi, af því að það er svo margt ógeðslega fyndið. Ferðastress. Jólastress. Þetta er svo fáránlegt, skilurðu.“´ Kristín hefur ýmislegt að segja við tvítugt sjálf sitt. Þú hefur reynslu af þessu öllu? „Ég hef reynslu af þessu öllu. Svefnstress. Að sofa of mikið? Að sofa of lítið? Maður er alltaf að finna eitthvað,“ segir Kristín hlæjandi. „Af því að þetta er svo brilliant varnarviðbragð líkamans líka þegar þú þarft á því að halda. Ég ræði þau einmitt dæmin, um það hvenær stress gagnast. Hvenær stressast það og hvenær ekki?“ Hélt að enginn myndi mæta Hvers vegna heldurðu að miðarnir séu að rjúka út á sýninguna? „Já, það er náttúrulega nýjasta stressið! Að þetta verði bara hræðilegt. Fyrst hélt ég að enginn myndi koma. Svo þegar allir ætla að koma þá er ég bara: Fokk!“ segir leikkonan, enn hlæjandi. „En það er af því að þetta er svo sammannlegt. Við tengjum öll svo mikið við þetta. Það er svo mikið í gangi og svo margt sem þarf að halda á. Við þurfum að læra að fá eitthvað á móti því, af því að stressið er ekki að fara neitt.“ Margir upplifa sig eina í stressinu? „Maður upplifir sig einmitt svo einan. Svo er þetta oft svo fáránlegt stress en maður getur samt ekki hætt. Og það er svo frelsandi að heyra einhvern annan segja: „Ég skil. Ég skil þetta stress!“ Þarf ekki að skrá sig í járnkarlinn Kristín segist enn upplifa skömm þegar hún sé stressuð yfir ólíklegustu hlutum. Þá eigi margir erfitt með að kljást við stressið í amstri hins daglega lífs. „Maður þarf til dæmis ekkert alltaf að fara út í Heiðmörk að hlaupa í fjóra tíma, eða skrá sig í járnkarlinn. Það er nóg að fara út að labba í tuttugu mínútur. Ég á þrjú börn, kemst ekki í járnkarlinn en það er rosalega mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig, upp á andlega líðan. Þannig að stundum verður bara göngutúrinn að duga.“ Ekki þurfi alltaf að fara öfgafyllstu leiðina til að kljást við stressið. Kristín segist ætla að ræða það á hispurslausan hátt í sýningunni. „Það þarf ekki alltaf að skrá sig í jógakennaranámið. Það er hægt að fá ró bara inni í svefnherbergi eða inni í stofu með því að anda í tíu mínútur. Þú þarft ekki endilega að skrá þig í ferð til Balí.“ Menning Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Ég var búin að hugsa um þetta svo lengi og ég var á milli verkefna, vantaði að gera eitthvað og hafði aldrei þorað þessu og ákvað bara að kýla á þetta og það kemur í ljós að fólk er bara sjúkt í stress!“ segir Kristín hlæjandi í samtali við Vísi. Sýningin ber heitið Á rauðu ljósi og segist Kristín meðal annars ætla að nýta sína eigin persónulegu reynslu í verkið. Hún segir það hafa komið í ljós að stress sé ógeðslega fyndið. „Það er svo áhugavert að skoða í baksýnispeglingum hvað óþarfa stress getur verið sjúklega fyndið. Af því að svo margt er ógeðslega fyndið stress, en svo er það spurningin hvenær eru rauðu ljósin komin?“ Getum ekki lifað án kortisóls Kristín segist alltaf hafa verið stressuð. Hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hún ætti að gera við þær tilfinningar. Stress sé raunar bara líkamlegt viðbragð sem sé bráðnauðsynlegt varnarviðbragð sem ósköp eðlilegt sé að finna fyrir. „Við getum ekki lifað án kortisóls. Stresshormóns. Auðvitað er það svo ólíkt hjá fólki hvað veldur stressi og er persónubundið. Ég fer svolítið í gegnum það hvað ég lærði og eitt af því er að það sem er vörn gegn streitu er hlátur. Þannig að þetta er frelsandi, af því að það er svo margt ógeðslega fyndið. Ferðastress. Jólastress. Þetta er svo fáránlegt, skilurðu.“´ Kristín hefur ýmislegt að segja við tvítugt sjálf sitt. Þú hefur reynslu af þessu öllu? „Ég hef reynslu af þessu öllu. Svefnstress. Að sofa of mikið? Að sofa of lítið? Maður er alltaf að finna eitthvað,“ segir Kristín hlæjandi. „Af því að þetta er svo brilliant varnarviðbragð líkamans líka þegar þú þarft á því að halda. Ég ræði þau einmitt dæmin, um það hvenær stress gagnast. Hvenær stressast það og hvenær ekki?“ Hélt að enginn myndi mæta Hvers vegna heldurðu að miðarnir séu að rjúka út á sýninguna? „Já, það er náttúrulega nýjasta stressið! Að þetta verði bara hræðilegt. Fyrst hélt ég að enginn myndi koma. Svo þegar allir ætla að koma þá er ég bara: Fokk!“ segir leikkonan, enn hlæjandi. „En það er af því að þetta er svo sammannlegt. Við tengjum öll svo mikið við þetta. Það er svo mikið í gangi og svo margt sem þarf að halda á. Við þurfum að læra að fá eitthvað á móti því, af því að stressið er ekki að fara neitt.“ Margir upplifa sig eina í stressinu? „Maður upplifir sig einmitt svo einan. Svo er þetta oft svo fáránlegt stress en maður getur samt ekki hætt. Og það er svo frelsandi að heyra einhvern annan segja: „Ég skil. Ég skil þetta stress!“ Þarf ekki að skrá sig í járnkarlinn Kristín segist enn upplifa skömm þegar hún sé stressuð yfir ólíklegustu hlutum. Þá eigi margir erfitt með að kljást við stressið í amstri hins daglega lífs. „Maður þarf til dæmis ekkert alltaf að fara út í Heiðmörk að hlaupa í fjóra tíma, eða skrá sig í járnkarlinn. Það er nóg að fara út að labba í tuttugu mínútur. Ég á þrjú börn, kemst ekki í járnkarlinn en það er rosalega mikilvægt fyrir mig að hreyfa mig, upp á andlega líðan. Þannig að stundum verður bara göngutúrinn að duga.“ Ekki þurfi alltaf að fara öfgafyllstu leiðina til að kljást við stressið. Kristín segist ætla að ræða það á hispurslausan hátt í sýningunni. „Það þarf ekki alltaf að skrá sig í jógakennaranámið. Það er hægt að fá ró bara inni í svefnherbergi eða inni í stofu með því að anda í tíu mínútur. Þú þarft ekki endilega að skrá þig í ferð til Balí.“
Menning Leikhús Geðheilbrigði Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið