Viðar Örn: Voru ráðþrota við varnarleik okkar Gunnar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:46 Viðar Örn var sáttur að leik loknum. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður með sitt lið eftir 89-72 sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði leikaðferð Hattar hafa gengið fullkomlega upp. „Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira