Ástríða fyrir skíðavörum og góðri þjónustu GG Sport 28. nóvember 2023 08:30 Skíðadeild GG Sport býður upp á ótrúlega gott úrval af vönduðum og traustum skíðavörum. Leifur Dam Leifsson er annar eigenda GG Sport. Skíðadeild útivistarbúðarinnar GG Sport opnaði í nóvember 2020 og hefur notið mikilla vinsælda síðan þá meðal skíðafólks. Deildin býður upp á ótrúlega gott úrval af vönduðum og traustum vörum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Í gönguskíðum erum við með Madshus sem er norskt merki,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG Sport. „Í svigskíðum og snjóbrettum er það K2, í svokölluðum freestyle skíðum er það LINE og síðast en ekki síst er það Black Crows í fjallaskíðum. Ramminn utan um þetta er svo sænska fatamerkið Peak Performance og ítalska fatamerkið CMP sem býður hagstæð verð fyrir alla fjölskylduna.“ K2 er sérstaklega vinsælt um þessar mundir að sögn Leifs. „K2 er eins og raketta upp á við í svigskíðum og snjóbrettum. Það er greinilegt að fólk kann vel við þetta vörumerki og treystir okkur þegar kemur að vali á búnaði. Þá fylgja MADSHUS gönguskíðin fast á eftir og vaxa með okkur á hverju ári. Við erum líka að bæta okkur stórlega í skíðafatnaði og nú hefur aldrei verið meira úrval.“ Aðspurður hvað skíðadeild GG Sport hafi helst fram yfir aðrar sambærilegar skíðadeildir segir hann auðvelt að svara því. „Í fyrsta lagi eru verðin okkar mjög góð og í raun sambærileg við það sem býðst víða erlendis. Þá bjóðum við pakkatilboð þannig að þau sem eru að kaupa fleiri en eina vöru fá jafnvel enn betri verð. En það sem hefur alltaf aðgreint okkur enn meira frá hinum er brennandi ástríða fyrir að fylgja vörunni og viðskiptavinunum eftir.“ Skíðadeild GG Sport býður upp á ótrúlega gott úrval af vönduðum og traustum skíðavörum. Hann segir GG Sport vera einu verslunina sem bjóði upp á ókeypis námskeið með gönguskíðunum sem hún selur. „Við starfrækjum ókeypis svigskíðaskóla um helgar í Bláfjöllum fyrir byrjendur og höfum gert það sama með fjallaskíðin. Ég meina … hvar annars staðar kaupir þú vöru og starfsfólkið kennir þér líka á hana? Við tileinkuðum okkur þetta þegar við hófum að flytja inn kajaka því þar var þörf á smá leiðsögn. Þar gafst fólki með litla eða enga reynslu kostur á kennslu og fékk þar af leiðandi veganesti inn í framtíðina í formi þekkingar. Þetta er auðvitað til þess fallið að fólk noti búnaðinn sinn meira.“ GG Sport er eina verslunin sem býður upp á ókeypis námskeið með gönguskíðunum sem hún selur. Fyrir utan frábært vöruúrval er það góð þjónusta sem skiptir öllu máli að sögn Leifs. „Við mætum kl. 9 og gerum allt klárt fyrir opnun kl. 10. Á þessum klukkutíma fyrir opnun leggjum við línurnar yfir daginn og nýtum hann líka til að læra meira um vörurnar okkar. Þá leiða t.d. reyndari sölumenn hina með því að útskýra hvernig maður ber sig að þegar við svörum spurningum viðskiptavina varðandi ólíkar vörur.“ Stundum bregður Leifur sér í karakter, t.d. sem byrjandi eða einstaklingur sem er lengra kominn, sem kemur inn í búðina og hefur hug á skíðapakka. „Við æfum okkur í að greina þarfirnar og velja rétta vöru fyrir þennan tiltekna karakter. Þetta er mikil vinna, sérstaklega þegar úrvalið er mikið. Sem betur fer erum við með frábært starfsfólk sem leggur sig fram við að halda þjónustustiginu okkar háu.“ GG Sport er stöðugt að taka inn nýjar vetrarvörur og þessi vetur er engin undantekning. „Það koma nýjar vörur á hverju ári og núna í vetur erum við að taka inn skíðaskó með svo kölluðu BOA kerfi og breiðari línu í snjóbrettum. Einnig erum við með geggjaða nýja liti í Black Crows fjallaskíðum svo eitthvað sé nefnt. 2024 línan er öll uppsett og klár í búðinni okkar þannig að við erum svo sannarlega tilbúin fyrir þennan skíðavetur. Verið þið svo sannarlega velkomin!“ Nánari upplýsingar á ggsport.is. Skíðaíþróttir Heilsa Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira
Deildin býður upp á ótrúlega gott úrval af vönduðum og traustum vörum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Í gönguskíðum erum við með Madshus sem er norskt merki,“ segir Leifur Dam Leifsson, annar eigenda GG Sport. „Í svigskíðum og snjóbrettum er það K2, í svokölluðum freestyle skíðum er það LINE og síðast en ekki síst er það Black Crows í fjallaskíðum. Ramminn utan um þetta er svo sænska fatamerkið Peak Performance og ítalska fatamerkið CMP sem býður hagstæð verð fyrir alla fjölskylduna.“ K2 er sérstaklega vinsælt um þessar mundir að sögn Leifs. „K2 er eins og raketta upp á við í svigskíðum og snjóbrettum. Það er greinilegt að fólk kann vel við þetta vörumerki og treystir okkur þegar kemur að vali á búnaði. Þá fylgja MADSHUS gönguskíðin fast á eftir og vaxa með okkur á hverju ári. Við erum líka að bæta okkur stórlega í skíðafatnaði og nú hefur aldrei verið meira úrval.“ Aðspurður hvað skíðadeild GG Sport hafi helst fram yfir aðrar sambærilegar skíðadeildir segir hann auðvelt að svara því. „Í fyrsta lagi eru verðin okkar mjög góð og í raun sambærileg við það sem býðst víða erlendis. Þá bjóðum við pakkatilboð þannig að þau sem eru að kaupa fleiri en eina vöru fá jafnvel enn betri verð. En það sem hefur alltaf aðgreint okkur enn meira frá hinum er brennandi ástríða fyrir að fylgja vörunni og viðskiptavinunum eftir.“ Skíðadeild GG Sport býður upp á ótrúlega gott úrval af vönduðum og traustum skíðavörum. Hann segir GG Sport vera einu verslunina sem bjóði upp á ókeypis námskeið með gönguskíðunum sem hún selur. „Við starfrækjum ókeypis svigskíðaskóla um helgar í Bláfjöllum fyrir byrjendur og höfum gert það sama með fjallaskíðin. Ég meina … hvar annars staðar kaupir þú vöru og starfsfólkið kennir þér líka á hana? Við tileinkuðum okkur þetta þegar við hófum að flytja inn kajaka því þar var þörf á smá leiðsögn. Þar gafst fólki með litla eða enga reynslu kostur á kennslu og fékk þar af leiðandi veganesti inn í framtíðina í formi þekkingar. Þetta er auðvitað til þess fallið að fólk noti búnaðinn sinn meira.“ GG Sport er eina verslunin sem býður upp á ókeypis námskeið með gönguskíðunum sem hún selur. Fyrir utan frábært vöruúrval er það góð þjónusta sem skiptir öllu máli að sögn Leifs. „Við mætum kl. 9 og gerum allt klárt fyrir opnun kl. 10. Á þessum klukkutíma fyrir opnun leggjum við línurnar yfir daginn og nýtum hann líka til að læra meira um vörurnar okkar. Þá leiða t.d. reyndari sölumenn hina með því að útskýra hvernig maður ber sig að þegar við svörum spurningum viðskiptavina varðandi ólíkar vörur.“ Stundum bregður Leifur sér í karakter, t.d. sem byrjandi eða einstaklingur sem er lengra kominn, sem kemur inn í búðina og hefur hug á skíðapakka. „Við æfum okkur í að greina þarfirnar og velja rétta vöru fyrir þennan tiltekna karakter. Þetta er mikil vinna, sérstaklega þegar úrvalið er mikið. Sem betur fer erum við með frábært starfsfólk sem leggur sig fram við að halda þjónustustiginu okkar háu.“ GG Sport er stöðugt að taka inn nýjar vetrarvörur og þessi vetur er engin undantekning. „Það koma nýjar vörur á hverju ári og núna í vetur erum við að taka inn skíðaskó með svo kölluðu BOA kerfi og breiðari línu í snjóbrettum. Einnig erum við með geggjaða nýja liti í Black Crows fjallaskíðum svo eitthvað sé nefnt. 2024 línan er öll uppsett og klár í búðinni okkar þannig að við erum svo sannarlega tilbúin fyrir þennan skíðavetur. Verið þið svo sannarlega velkomin!“ Nánari upplýsingar á ggsport.is.
Skíðaíþróttir Heilsa Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Sjá meira