Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 19:53 Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem gerir lítið annað þessa dagana en að skoða Hrútaskrána, sem var að koma út. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira