Slagsmál og reiður Messi þegar Argentína vann sögulegan sigur í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 07:32 Lionel Messi fagnar sigri agentínska landsliðsins í Rio de Janeiro í nótt. AP/Silvia Izquierdo Síðasti landsleikur Lionel Messi í Brasilíu varð sögulegur í nótt þegar Argentína vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í undankeppni HM 2026. Messi var samt reiður eftir leikinn. Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023 Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023
Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira