Heimir Hallgríms kom Jamaíku í undanúrslitin og inn á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 06:26 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með landslið Jamaíku. Getty/Matthew Ashton Jamaíska fótboltalandsliðið sló Kanada út í nótt í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og skrifaði um leið söguna á margvíslegan hátt. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira