Fimmtán ára gömul sala Tottenham gæti komið liðinu í vandræði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 23:00 Jermain Defoe er níundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 162 mörk. Þar af skoraði hann 91 mark fyrir Tottenham. Shaun Botterill/Getty Images Fimmtán ár eru síðan framherjinn Jermain Defoe var seldur frá Tottenham til Portsmouth, en þrátt fyrir það gæti Tottenham verið í vandræðum vegna sölunnar. Defoe var á sínum tíma í þrígang á mála hjá Tottenham, en eftir sína fyrstu veru hjá liðinu, á árunum 2004 til 2008, var hann seldur til Portsmouth þar sem hann lék um stutta stund áður en hann gekk aftur í raðir Lundúnaliðsins í janúar árið 2009. Portsmouth greiddi 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á núvirði jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá félagsskiptunum gæti Tottenham verið að lenda í vandræðum vegna sölunnar. Breski miðillinn The Times rýndi í málið og segist hafa sannanir fyrir því að Tottenham hafi notað umboðsmann í samningaviðræðunum sem hafði ekki tilskilin leyfi. Enska knattspyrnusambandið, FA, aðhafðist ekkert í málinu á sínum tíma, en segist nú geta hugsað sér að skoða ásakanirnar aftur ef ný sönnunargögn berast. 🚨 Tottenham could face a points deduction after an investigation found rules were broken in the transfer that sent Jermain Defoe to Portsmouth.The FA has said it's prepared to review any new evidence in this case.In the same year of Defoe's transfer, Luton were docked 10… pic.twitter.com/h6oytkn6ib— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023 Komist enska knattspyrnusambandið að því að forráðamenn Tottenham séu sekir af ásökunum gæti félagið átt yfir höfði sér að stig verði dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Nú fyrir aðeins örfáum dögum voru tíu stig dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og sama ár og Defoe gekk í raðir Portsmouth voru tíu stig dregin af Luton fyrir að brjóta reglur um umboðsmenn. Það er því ljóst að fordæmin eru til, en fyrir brot á slíkum reglum hafa háttsettir einstaklingar innan félagana einnig verið dæmdir í bann og félög verið dæmd í félagsskiptabann. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira
Defoe var á sínum tíma í þrígang á mála hjá Tottenham, en eftir sína fyrstu veru hjá liðinu, á árunum 2004 til 2008, var hann seldur til Portsmouth þar sem hann lék um stutta stund áður en hann gekk aftur í raðir Lundúnaliðsins í janúar árið 2009. Portsmouth greiddi 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á núvirði jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá félagsskiptunum gæti Tottenham verið að lenda í vandræðum vegna sölunnar. Breski miðillinn The Times rýndi í málið og segist hafa sannanir fyrir því að Tottenham hafi notað umboðsmann í samningaviðræðunum sem hafði ekki tilskilin leyfi. Enska knattspyrnusambandið, FA, aðhafðist ekkert í málinu á sínum tíma, en segist nú geta hugsað sér að skoða ásakanirnar aftur ef ný sönnunargögn berast. 🚨 Tottenham could face a points deduction after an investigation found rules were broken in the transfer that sent Jermain Defoe to Portsmouth.The FA has said it's prepared to review any new evidence in this case.In the same year of Defoe's transfer, Luton were docked 10… pic.twitter.com/h6oytkn6ib— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023 Komist enska knattspyrnusambandið að því að forráðamenn Tottenham séu sekir af ásökunum gæti félagið átt yfir höfði sér að stig verði dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Nú fyrir aðeins örfáum dögum voru tíu stig dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og sama ár og Defoe gekk í raðir Portsmouth voru tíu stig dregin af Luton fyrir að brjóta reglur um umboðsmenn. Það er því ljóst að fordæmin eru til, en fyrir brot á slíkum reglum hafa háttsettir einstaklingar innan félagana einnig verið dæmdir í bann og félög verið dæmd í félagsskiptabann.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira