31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 07:44 Fyrirburarnir voru fluttir frá al Shifa og á sjúkrahús Sameinuðu arabísku furstadæmana á Gasa. Þaðan verða þau flutt til Egyptalands. Getty/Anadolu/Abed Rahim Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira