Áfall fyrir ungu stjörnuna hjá Barcelona og spænska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 06:34 Gavi Paez heldur sárþjáður um hnéð eftir að hafa meiðst á móti Georgíumönnum í gær. AP/Manu Fernandez Spænski landsliðsmaðurinn Gavi sleit krossband í leik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í gær. Spánverjar unnu leikinn 3-1 en þeir voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir meira en mánuði síðan. Hinn nítján ára gamli miðjumaður verður því lengi frá en hann spilar ekki meira á þessu tímabili og missir væntanlega af Evrópumótinu næsta sumar. Hann hefði líka getað spilað með Spánverjum á Ólympíuleikunum í París en getur því miður einnig afskrifað það. Ferran Torres held up Gavi's shirt after giving Spain the lead against Georgia in honor of his teammate who was injured in the first half pic.twitter.com/ZyPDLe4XV2— ESPN FC (@ESPNFC) November 19, 2023 Spænska knattspyrnusambandið staðfesti meiðslin við spænska fjölmiðla en Gavi á þó eftir að fara í frekari skoðun hjá Barcelona. Gavi var annar af tveimur leikmönnum spænska liðsins sem hélt sæti sínu milli leikja en landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente gerði níu breytingar á byrjunarliðinu sem vann Kýpur á föstudaginn var. Gavi meiddist um miðjan fyrri hálfleik eftir samstuð við Georgíumanninn Luka Lochoshvili. Hann gat haltrað af velli en það var augljóst á svipbrigðunum hjá honum að þetta voru alvarleg hnémeiðsli sem svo kom á daginn. Spænsku leikmennirnir virtust líka strax gera sér grein fyrir alvarleika meiðslanna en liðsfélagi Gavi hjá Barcelona, Ferran Torres, fagnaði marki sínu sem kom Spáni í 2-1, með því að halda uppi treyju Gavi. Both Diario AS and Marca have dedicated today's banner headline to the injured Gavi. pic.twitter.com/vUHGVRygjC— Madrid Universal (@MadridUniversal) November 20, 2023 Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Spánverjar unnu leikinn 3-1 en þeir voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir meira en mánuði síðan. Hinn nítján ára gamli miðjumaður verður því lengi frá en hann spilar ekki meira á þessu tímabili og missir væntanlega af Evrópumótinu næsta sumar. Hann hefði líka getað spilað með Spánverjum á Ólympíuleikunum í París en getur því miður einnig afskrifað það. Ferran Torres held up Gavi's shirt after giving Spain the lead against Georgia in honor of his teammate who was injured in the first half pic.twitter.com/ZyPDLe4XV2— ESPN FC (@ESPNFC) November 19, 2023 Spænska knattspyrnusambandið staðfesti meiðslin við spænska fjölmiðla en Gavi á þó eftir að fara í frekari skoðun hjá Barcelona. Gavi var annar af tveimur leikmönnum spænska liðsins sem hélt sæti sínu milli leikja en landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente gerði níu breytingar á byrjunarliðinu sem vann Kýpur á föstudaginn var. Gavi meiddist um miðjan fyrri hálfleik eftir samstuð við Georgíumanninn Luka Lochoshvili. Hann gat haltrað af velli en það var augljóst á svipbrigðunum hjá honum að þetta voru alvarleg hnémeiðsli sem svo kom á daginn. Spænsku leikmennirnir virtust líka strax gera sér grein fyrir alvarleika meiðslanna en liðsfélagi Gavi hjá Barcelona, Ferran Torres, fagnaði marki sínu sem kom Spáni í 2-1, með því að halda uppi treyju Gavi. Both Diario AS and Marca have dedicated today's banner headline to the injured Gavi. pic.twitter.com/vUHGVRygjC— Madrid Universal (@MadridUniversal) November 20, 2023
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira