Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 15:31 Bruno Fernandes í baráttunni við Arnór Ingva á Laugardalsvelli í sumar Vísir/Hulda Margrét Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira