Matarboð með fyrirvara um eldgos Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:41 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen efna til matarboðs í Grindavík með fyrirvara um eldgos. Vísir Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira