Luis Díaz skoraði tvö mörk fyrir framan pabba sinn grátandi í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 07:30 Luis Díaz horfir til föður síns Luis Manuel Díaz eftir seinna markið sitt en faðir hans var grátklökkur í stúkunni. Getty/Gabriel Aponte Liverpool-maðurinn Luis Díaz var á skotskónum þegar Kólumbía vann 2-1 sigur á Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Díaz skoraði bæði mörk Kólumbíumanna í þessum mikilvæga sigri. Í stúkunni var faðir hans - Luis Manuel Díaz - sem var rænt á dögunum og losnaði ekki úr haldi mannræningjanna fyrr en tólf dögum síðar. Faðirinn hitti loksins fjölskyldu sína aftur á þriðjudaginn og voru þá miklir fagnaðarfundir. Luis Díaz eldri átti líka erfitt með sig í stúkunni þegar strákurinn hans skoraði á móti Brasilíu. Hann sást gráta af gleði í stúkunni við hlið eiginkonu sinnar Cilenis Marulanda. Luis Diaz s Dad tonight pic.twitter.com/Bbao7Qp2Tn— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) November 17, 2023 „Ég þakka guði. Hann gerir allt mögulegt. Við höfum alltaf þurft að komast í gegnum erfiða tíma en lífið gerir þig bæði sterkan og hugrakkan. Þannig er fótboltinn og þannig er lífið. Við áttum þennan sigur skilinn,“ sagði Luis Díaz eftir leikinn. Bæði mörkin skoraði hann með skalla og það með aðeins fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið kom á 75. mínútu og það seinna á 79. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíumanna á Brasilíu í undankeppni HM í fimmtán leikjum. Eftir sigurinn er kólumbíska landsliðið komið upp í þriðja sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Argentínu og stigi á eftir Úrúgvæ. Brasilíumenn eru bara í fimmta sæti á eftir Venesúela en sex efstu þjóðirnar fara beint á HM. Luis Díaz scoring with his father in the stands (via @Fanatiztv)pic.twitter.com/Stp1BlGTy4— B/R Football (@brfootball) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Kólumbía Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Díaz skoraði bæði mörk Kólumbíumanna í þessum mikilvæga sigri. Í stúkunni var faðir hans - Luis Manuel Díaz - sem var rænt á dögunum og losnaði ekki úr haldi mannræningjanna fyrr en tólf dögum síðar. Faðirinn hitti loksins fjölskyldu sína aftur á þriðjudaginn og voru þá miklir fagnaðarfundir. Luis Díaz eldri átti líka erfitt með sig í stúkunni þegar strákurinn hans skoraði á móti Brasilíu. Hann sást gráta af gleði í stúkunni við hlið eiginkonu sinnar Cilenis Marulanda. Luis Diaz s Dad tonight pic.twitter.com/Bbao7Qp2Tn— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) November 17, 2023 „Ég þakka guði. Hann gerir allt mögulegt. Við höfum alltaf þurft að komast í gegnum erfiða tíma en lífið gerir þig bæði sterkan og hugrakkan. Þannig er fótboltinn og þannig er lífið. Við áttum þennan sigur skilinn,“ sagði Luis Díaz eftir leikinn. Bæði mörkin skoraði hann með skalla og það með aðeins fjögurra mínútna millibili. Fyrra markið kom á 75. mínútu og það seinna á 79. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Kólumbíumanna á Brasilíu í undankeppni HM í fimmtán leikjum. Eftir sigurinn er kólumbíska landsliðið komið upp í þriðja sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Argentínu og stigi á eftir Úrúgvæ. Brasilíumenn eru bara í fimmta sæti á eftir Venesúela en sex efstu þjóðirnar fara beint á HM. Luis Díaz scoring with his father in the stands (via @Fanatiztv)pic.twitter.com/Stp1BlGTy4— B/R Football (@brfootball) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Kólumbía Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira