Mjúk lending í karlaríkinu á Keflavíkurflugvelli Stefán Árni Pálsson skrifar 16. nóvember 2023 10:31 Erla, Þórhildur og Guðrún Hrefna starfa allar hjá Icelandair við flugvirkjum. Þórhildur er enn sem komið er nemi. Í áratugi var það þannig að karlar réðu lögum og lofum hér við viðhald flugvéla hjá Icelandair. Það er nú svosem þannig enn þá í dag en nú eru þeir að minnsta kosti ekki aleinir um hituna. Konur eru í auknum mæli að sækja inn á svið flugvirkjunar og nú er svo komið að aldrei hafa fleiri kvenkyns flugvirkjar verið starfandi hjá félaginu. Kristín Ólafsdóttir hitti stelpurnar í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli og ræddi við þær um starfið og áskoranirnar sem fylgja því að koma inn í algjört karlaríki en fjallað var um hópinn í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Þrír af sjö kvenkyns flugvirkjum Icelandair tóku á móti Kristínu í flugskýlinu. Erla er nýorðin fertug, búsett í Keflavík, Þórhildur er 28 ára úr Vesturbænum í Reykjavík, og Guðrún Hrefna er 34 ára, búsett í Grindavík ásamt manni sínum - sem er einnig flugvirki - og þremur börnum. Og þá liggur beinast við að spyrja - af hverju flugvirkjun? Klippa: Þrjár konur sem flugvirkjar í karlaríki „Þegar ég var í framhaldsskóla þá var ég svona pínu týnd og vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við líf mitt og var að vinna hérna á varahlutalagernum á þeim tíma eða árið 2009. Pabbi kom til mín og segir, af hverju ferðu ekki bara að læra flugvirkjun, eiginlega í gríni en ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því,“ segir Guðrún Hrefna Kolbeinsdóttir, flugvirki. „Ég byrjaði hjá Icelandair árið 2011 og skipti nokkrum sinnum um deildir og lærði húsgagnasmíði á meðan. Svo endaði þetta með því að mig langaði meira að vinna með höndunum heldur en við skrifborðið,“ segir Erla Valþórsdóttir, flugvirki. Engum finnst þetta skrýtið „Pabbi var alltaf að segja við mig að finna einhverja vinnu með höndunum en ég veit svosem ekki alveg hvernig ég endaði hérna. Ég þekkti einhvern sem var búinn að fara í gegnum þennan skóla og endaði einhvern veginn hér og er búin að vera hér síðan 2020,“ segir Þórhildur Eyþórsdóttir, nemi í flugvirkjun. Þórhildur lagði stund á förðunarfræði áður en stefnan var tekin á flugvirkjann. Hún er eins og áður segir úr Vesturbænum - og segir að bóklegt nám sé vissulega leiðin sem ungir Vesturbæingar feta oftast, ekki síst stelpurnar. „Alltaf þegar Tækniskólinn kom með kynningar í skólann þá voru fáir að pæla í því og flestir fara í viðskiptafræði, lögfræði eða Listaháskólann en það finnst engum þetta sérstaklega skrýtið hjá mér, þetta er bara menntun,“ segir Þórhildur. Kristín spurði þær hvort þær hefðu einhver tímann lent í fordómum eða leiðindum á vinnustaðnum. „Ég myndi ekki segja að maður hafi lent í fordómum en þegar konur koma inn á vinnustað þar sem það eru aðallega karlar þá er öðruvísi talsmáti og öðruvísi hegðun og báðir hóparnir þurfa kannski að aðlagast hvor öðrum. En ekki fordómar myndi ég segja. Þetta var bara mjúk lending hérna inni, miðað við það sem var búið að vara manni við,“ segir Þórhildur. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Jafnréttismál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir hitti stelpurnar í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli og ræddi við þær um starfið og áskoranirnar sem fylgja því að koma inn í algjört karlaríki en fjallað var um hópinn í Íslandi í dag á þriðjudagskvöldið. Þrír af sjö kvenkyns flugvirkjum Icelandair tóku á móti Kristínu í flugskýlinu. Erla er nýorðin fertug, búsett í Keflavík, Þórhildur er 28 ára úr Vesturbænum í Reykjavík, og Guðrún Hrefna er 34 ára, búsett í Grindavík ásamt manni sínum - sem er einnig flugvirki - og þremur börnum. Og þá liggur beinast við að spyrja - af hverju flugvirkjun? Klippa: Þrjár konur sem flugvirkjar í karlaríki „Þegar ég var í framhaldsskóla þá var ég svona pínu týnd og vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við líf mitt og var að vinna hérna á varahlutalagernum á þeim tíma eða árið 2009. Pabbi kom til mín og segir, af hverju ferðu ekki bara að læra flugvirkjun, eiginlega í gríni en ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því,“ segir Guðrún Hrefna Kolbeinsdóttir, flugvirki. „Ég byrjaði hjá Icelandair árið 2011 og skipti nokkrum sinnum um deildir og lærði húsgagnasmíði á meðan. Svo endaði þetta með því að mig langaði meira að vinna með höndunum heldur en við skrifborðið,“ segir Erla Valþórsdóttir, flugvirki. Engum finnst þetta skrýtið „Pabbi var alltaf að segja við mig að finna einhverja vinnu með höndunum en ég veit svosem ekki alveg hvernig ég endaði hérna. Ég þekkti einhvern sem var búinn að fara í gegnum þennan skóla og endaði einhvern veginn hér og er búin að vera hér síðan 2020,“ segir Þórhildur Eyþórsdóttir, nemi í flugvirkjun. Þórhildur lagði stund á förðunarfræði áður en stefnan var tekin á flugvirkjann. Hún er eins og áður segir úr Vesturbænum - og segir að bóklegt nám sé vissulega leiðin sem ungir Vesturbæingar feta oftast, ekki síst stelpurnar. „Alltaf þegar Tækniskólinn kom með kynningar í skólann þá voru fáir að pæla í því og flestir fara í viðskiptafræði, lögfræði eða Listaháskólann en það finnst engum þetta sérstaklega skrýtið hjá mér, þetta er bara menntun,“ segir Þórhildur. Kristín spurði þær hvort þær hefðu einhver tímann lent í fordómum eða leiðindum á vinnustaðnum. „Ég myndi ekki segja að maður hafi lent í fordómum en þegar konur koma inn á vinnustað þar sem það eru aðallega karlar þá er öðruvísi talsmáti og öðruvísi hegðun og báðir hóparnir þurfa kannski að aðlagast hvor öðrum. En ekki fordómar myndi ég segja. Þetta var bara mjúk lending hérna inni, miðað við það sem var búið að vara manni við,“ segir Þórhildur. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta séð það í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Jafnréttismál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning