Segir að vandræðalega lélegir dómarar hafi rænt Chelsea sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2023 12:30 Það sauð á Emmu Hayes eftir leik Real Madrid og Chelsea í Meistaradeild Evrópu. getty/Angel Martinez Þjálfari kvennaliðs Chelsea í fótbolta, Emma Hayes, var vægast sagt ósátt við frammistöðu dómaranna í 2-2 jafntefli við Real Madrid á Spáni í Meistaradeild Evrópu í gær. Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira