Ætlar ekki að hvíla Haaland á móti Færeyingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Erling Haaland nálgast markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Það er nóg að gera hjá Erling Braut Haaland þessar vikurnar enda á fullu með Manchester City á öllum vígstöðvum. Hann fær samt ekkert frí í vináttulandsleik í kvöld. Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira