Fullur salur af lögmönnum á hárbeittum einleik Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 07:01 Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Vilhelm „Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. Hún frumsýnir í kvöld sitt fyrsta leikstjórnarverk á fjölum Þjóðleikhússins en verðlaunaverkið Orð gegn orði hefur aldrei verið sýnt hér á landi fyrr en nú. Sýningin hefur slegið í gegn víða um heim og notið mikilla vinsælda á West End sem og á Broadway þar sem stórleikkonan Jodie Comer á að mati gagnrýnenda mikinn leiksigur. Ofurmannlegt hlutverk Einleikurinn segir frá Tessu sem er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll. Henni hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður. Hún neyðist í kjölfarið til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverki sínu sem lögmaðurinn Tessa.Þjóðleikhúsið Í uppfærslu Þjóðleikhússins bregður Ebba Katrín Finnsdóttir sér í hlutverkið og segir Þóra það algjöra eldskírn fyrir leikara að fara í gegnum slíkt ferli. „Þetta er ofurmannlegt hlutverk sem Ebba er í,“ segir Þóra Karítas. Ég er svo stolt af henni. Hún nálgast viðfangsefnið af auðmýkt, vinnusemi og einlægni. Það hefur verið gaman að fylgjast með henni fara á flug.“ Þóra Karítas segir hlutverk Tessu algjöra eldskírn fyrir leikara að kjást við.Þjóðleikhúsið Spurð um umfjöllunarefni sýningarinnar segir Þóra Karítas það hverfast í kringum lögmann sem er kona. „Hún er algjör nagli og trúir, eins og við svo margar, blint á kerfið. Höfundur verksins, Suzie Miller var sjálf lögmaður og vann með þolendum í kynferðisbrotamálum til margra ára í Ástralíu þar til henni féllust algjörlega hendur yfir því hve gerendavænt kerfið er. Í verkinu rúllar verjandinn Tessa upp hverju málinu á fætur öðru sem verður til þess að hún áttar sig á því að gömlu lögin sem eru samin af karlmönnum henta ekki lengur þolendum í nauðgunarmálum og hafa aldrei gert það. Það er nefnilega alltaf gerandinn sem nýtur vafans.“ Lögmaðurinn Tessa er í verkinu birtingarmynd skjólstæðingsins sem hún ver.Þjóðleikhúsið Samkvæmt höfundi verksins er persóna lögmannsins, og eini leikari sýningarinnar, málpípa skjólstæðing verksins sem neyðist til að greina frá sinni bestu mögulegu útgáfu af atburðarrás sögunnar. „Suzie trúir því einlægt að leikhús geti breytt hlutum í heiminum. Það fallega er að þetta verk hefur gert það og það hafa verið gerðar lagabreytingar í kjölfar þess. Á Írlandi eru dómaranemar til að mynda skikkaðir til að horfa á upptöku af verkinu sem hluta af sinni starfsþjálfun." Þóra Karítas leikstýrði verkinu Samdrættir á síðasta leikari og varð í kjölfarið tilnefnd sem leikstjóri ársins á Grímuverðlaununum. Hún segir ágætt að hafa farið fyrst í gegnum það ferli.Vísir/Vilhelm Spurð hvers vegna segist Þóra Karítas telja það vera vegna þess hversu mikla samkennd verkið dragi fram. „Verkið gefur skilning á aðstæðum þolenda og viðbrögðum þeirra við áföllum.“ Mikilvægt að fá viðurkenningu fyrir brotinu Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Karítas leikstýrir innan veggja Þjóðleikhússins. Hún segist þakklát fyrir tækifærið. Fyrr hafði hún skrifað bókina Blóðberg, sögu um Þórdísi Halldórsdóttur sem var drekkt í drekkingarhyl. „Mér liggur á hjarta að vera með augun á lögunum hverju sinni og í þessum báðum tilfellum er um þögul kynferðisbrot að ræða. Það er erfið staðreynd að hugsa til þess að þolendum hafi verið drekkt en við verðum líka að vera vakandi fyrir þessum málaflokki í dag svo við séum ekki enn að dvelja aftan úr öldum. Það er hreint og beint óboðlegt að konur séu að bíða í tvö ár eftir að mál þeirra séu tekin fyrir og oft látin niður falla. Það er svo mikilvægt að fá viðurkenningu á brotinu.“ Áhugi Þóru á verkinu er gríðarlegur.Vísir/Vilhelm Þóra Karítas segir undirbúningsvinnu sýningarinnar hafa tekið langan tíma en hún sé á sama tíma gríðarlega spennt að sjá afraksturinn. „Við erum hluti af samfélagi og þess vegna er það mér svo dýrmætt að þetta verk sé einlægt. Við Ebba Katrín mættum á Neyðarmóttökuna og heimsóttum Stígamót. Við vildum kynna okkur allt og fengum meðal annars að lesa gömul lögreglumál. Áhugi okkar á þessu verki er svakalegur. En það eru fleiri spenntir en við. Lögmannafélagið á Íslandi er til að mynda búið að kaupa heila sýningu svo þetta er verk sem vonandi flestir vilja kynna sér, fagna umræðunni og sem helst, taka þátt í henni með okkur.“ Leikhús Kynferðisofbeldi Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Hún frumsýnir í kvöld sitt fyrsta leikstjórnarverk á fjölum Þjóðleikhússins en verðlaunaverkið Orð gegn orði hefur aldrei verið sýnt hér á landi fyrr en nú. Sýningin hefur slegið í gegn víða um heim og notið mikilla vinsælda á West End sem og á Broadway þar sem stórleikkonan Jodie Comer á að mati gagnrýnenda mikinn leiksigur. Ofurmannlegt hlutverk Einleikurinn segir frá Tessu sem er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll. Henni hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður. Hún neyðist í kjölfarið til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverki sínu sem lögmaðurinn Tessa.Þjóðleikhúsið Í uppfærslu Þjóðleikhússins bregður Ebba Katrín Finnsdóttir sér í hlutverkið og segir Þóra það algjöra eldskírn fyrir leikara að fara í gegnum slíkt ferli. „Þetta er ofurmannlegt hlutverk sem Ebba er í,“ segir Þóra Karítas. Ég er svo stolt af henni. Hún nálgast viðfangsefnið af auðmýkt, vinnusemi og einlægni. Það hefur verið gaman að fylgjast með henni fara á flug.“ Þóra Karítas segir hlutverk Tessu algjöra eldskírn fyrir leikara að kjást við.Þjóðleikhúsið Spurð um umfjöllunarefni sýningarinnar segir Þóra Karítas það hverfast í kringum lögmann sem er kona. „Hún er algjör nagli og trúir, eins og við svo margar, blint á kerfið. Höfundur verksins, Suzie Miller var sjálf lögmaður og vann með þolendum í kynferðisbrotamálum til margra ára í Ástralíu þar til henni féllust algjörlega hendur yfir því hve gerendavænt kerfið er. Í verkinu rúllar verjandinn Tessa upp hverju málinu á fætur öðru sem verður til þess að hún áttar sig á því að gömlu lögin sem eru samin af karlmönnum henta ekki lengur þolendum í nauðgunarmálum og hafa aldrei gert það. Það er nefnilega alltaf gerandinn sem nýtur vafans.“ Lögmaðurinn Tessa er í verkinu birtingarmynd skjólstæðingsins sem hún ver.Þjóðleikhúsið Samkvæmt höfundi verksins er persóna lögmannsins, og eini leikari sýningarinnar, málpípa skjólstæðing verksins sem neyðist til að greina frá sinni bestu mögulegu útgáfu af atburðarrás sögunnar. „Suzie trúir því einlægt að leikhús geti breytt hlutum í heiminum. Það fallega er að þetta verk hefur gert það og það hafa verið gerðar lagabreytingar í kjölfar þess. Á Írlandi eru dómaranemar til að mynda skikkaðir til að horfa á upptöku af verkinu sem hluta af sinni starfsþjálfun." Þóra Karítas leikstýrði verkinu Samdrættir á síðasta leikari og varð í kjölfarið tilnefnd sem leikstjóri ársins á Grímuverðlaununum. Hún segir ágætt að hafa farið fyrst í gegnum það ferli.Vísir/Vilhelm Spurð hvers vegna segist Þóra Karítas telja það vera vegna þess hversu mikla samkennd verkið dragi fram. „Verkið gefur skilning á aðstæðum þolenda og viðbrögðum þeirra við áföllum.“ Mikilvægt að fá viðurkenningu fyrir brotinu Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Karítas leikstýrir innan veggja Þjóðleikhússins. Hún segist þakklát fyrir tækifærið. Fyrr hafði hún skrifað bókina Blóðberg, sögu um Þórdísi Halldórsdóttur sem var drekkt í drekkingarhyl. „Mér liggur á hjarta að vera með augun á lögunum hverju sinni og í þessum báðum tilfellum er um þögul kynferðisbrot að ræða. Það er erfið staðreynd að hugsa til þess að þolendum hafi verið drekkt en við verðum líka að vera vakandi fyrir þessum málaflokki í dag svo við séum ekki enn að dvelja aftan úr öldum. Það er hreint og beint óboðlegt að konur séu að bíða í tvö ár eftir að mál þeirra séu tekin fyrir og oft látin niður falla. Það er svo mikilvægt að fá viðurkenningu á brotinu.“ Áhugi Þóru á verkinu er gríðarlegur.Vísir/Vilhelm Þóra Karítas segir undirbúningsvinnu sýningarinnar hafa tekið langan tíma en hún sé á sama tíma gríðarlega spennt að sjá afraksturinn. „Við erum hluti af samfélagi og þess vegna er það mér svo dýrmætt að þetta verk sé einlægt. Við Ebba Katrín mættum á Neyðarmóttökuna og heimsóttum Stígamót. Við vildum kynna okkur allt og fengum meðal annars að lesa gömul lögreglumál. Áhugi okkar á þessu verki er svakalegur. En það eru fleiri spenntir en við. Lögmannafélagið á Íslandi er til að mynda búið að kaupa heila sýningu svo þetta er verk sem vonandi flestir vilja kynna sér, fagna umræðunni og sem helst, taka þátt í henni með okkur.“
Leikhús Kynferðisofbeldi Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira