Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava
Hákon sat hjá á æfingu í gær eftir að hafa fundið til í kálfa og á lokaæfingu íslenska landsliðsins á Tehelné Pole leikvanginum, sem stendur nú yfir hér í Bratislava, mátti sjá Hákon skokka um völlinn en svo halda sér til hlés.
Um þýðingarmikinn leik er að ræða fyrir bæði lið. Jafntefli dugir Slóvökum til að tryggja EM sætið en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda EM von sinni í gegnum þessa undankeppni á lífi.