Hvernig kemst Ísland inn á EM í fótbolta á sunnudaginn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 07:30 Alfreð Finnbogason er að sjálfsögðu með hlutina á hreinu. Þrjú stig á móti Slóvakíu. Það er það eina sem dugar. Vísir/Hulda Margré Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn tölfræðilega möguleika á því að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira