Hvernig kemst Ísland inn á EM í fótbolta á sunnudaginn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 07:30 Alfreð Finnbogason er að sjálfsögðu með hlutina á hreinu. Þrjú stig á móti Slóvakíu. Það er það eina sem dugar. Vísir/Hulda Margré Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn tölfræðilega möguleika á því að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira
Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira