Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir en hjónaherbergið þarfnaðist upphalningar. Þörf var á meira geymsluplássi og dreymdi þau um dökkan lit á veggina.

Soffía Dögg endurhannaði rýmið og útkoman varð notalegt og fallegt hjónaherbergi.
Þættirnir verða sex rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+.
Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Hjónaherbergið er á efri hæðinni, undir súð og þar voru þau í smá vandræðum með geymslupláss. Upphengi fyrir föt og annað slíkt. Soffía Dögg fór því á stúfana og umbreytti rýminu.

En eins og sést þá er þarna skrifborðsaðstaða og kommóða sitt hvoru megin við hurðina.

Síðan var þarna inni rúm og lítil náttborð.

Það var ekkert mikið meira inni í rýminu.

Eins og Anna Lotta tekur fram í þættinum þá dreymdi þeim um að eignast dimmt svefnherbergi og til tals hafði komið að nota svartan lit á veggina.

En þegar að þau fóru að skoða litina þá varð djúpur og fallegur blár tónn fyrir valinu, Drottningarblár.

Útkoman varð svona líka djúsí og fallegt hjónaherbergi. Dimmir veggir og dökkar hirslur sem ramma inn rúmið.

Til þess að fullnýta plássið þá settum við stórar kommóður sitt hvoru megin við rúmið. En þetta er snilldarlausn í stað þess að hafa bara lítið og nett náttborð. Þá er þarna fullt af auka geymsluplássi sem við fáum.

Soffía Dögg keypti síðan einn rúmgaflsveggþilju í JYSK sem er 200cm á breidd og fullnýtti hana til þess að útbúa rúmgafl/hlíf yfir ofninn, undir glugganum.

Hluti af þiljunni af síðan festur aftan á kommóðurnar þannig að þetta myndaði alveg eina heild yfir allan vegginn. Ódýr lausn en breytti svo ótrúlega miklu.

Sængurverið er í þessum dásamlega rustic orange lit og kemur frá JYSK og því kjörið að setja léttara rúmteppi ofan á – eitthvað sem færi ekki mikið fyrir þegar það væri ekki á rúminu.

Útkoman kom gríðarlega vel út.