Lazio og Roma gerðu markalaust jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn náði ekki miklum hæðum og til marks um það áttu liðin aðeins samtals þrjú skot á markið í honum.
Fyrir leikinn skaut Mourinho á Maurizio Sarri, stjóra Lazio, og sagði hann nánast ekkert hafa unnið á ferlinum. Mourinho var áfram í árásarham eftir Rómarslaginn og nú beindust skotin að Pedro.
Mourinho fannst spænski framherjinn nefnilega ekki nógu duglegur að standa í lappirnar.
„Pedro er frábær leikmaður en hann gæti líka verið sundmaður því það hvernig hann stingur sér til sunds er stórkostlegt,“ sagði Mourinho kaldhæðinn.
Roma er í 7. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en Lazio í því tíunda.