Morðsaga á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar Storytel 13. nóvember 2023 10:32 „Svikabirta er morðsaga á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar,“ segir Ingi Markússon um nýju bók sína sem er annað bindi í þríleik sem ber nafnið Skuggabrúin en fyrsta bindið kom út árið 2022. Mynd/Mummi Lú. Svikabirta eftir Inga Markússon er annað bindi í þríleik sem ber nafnið Skuggabrúin en fyrsta bindið, sem ber einnig heitið Skuggabrúin, kom út árið 2022. Í Svikabirtu dregur Ingi Markússon lesendur enn lengra inn í hélaðan heiminn sem hann skóp með fyrstu skáldsögu sinni, Skuggabrúnni en hún vakti mikla athygli og einróma lof gagnrýnenda og seldist upp í prenti. „Svikabirta er morðsaga á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar,“ segir Ingi Markússon. „Í mjög stuttu máli kynnast lesendur afleiðingum þess sem gerðist í Skuggabrúnni, fáeinum árum síðar. Ný aðalpersóna er kynnt til sögunnar: Agni, listhagur pörupiltur í Neðra, sem er neðanjarðarborg sem kemur fyrir í Skuggabrúnni. Hann tekst á við óséðan morðingja. Aðalpersónur Skuggabrúarinnar koma líka við sögu. Í Svikabirtu fara lesendur lengra inn í þennan kalda heim og sagan er á margan hátt myrkari, saga um trú, von og hefnd.“ Í Svikabirtu dregur Ingi Markússon lesendur enn lengra inn í hélaðan heiminn sem hann skóp með fyrstu skáldsögu sinni, Skuggabrúnni. Gekk lengi með hugmyndina í maganum Sagan segir frá grimmilegum morðum sem framin eru fáeinum árum eftir að himnarnir opnuðust. Sú eina sem getur stöðvað morðingjann er máttug norn sem er fangelsuð í fjarlægu landi. Agni, listhagur pörupiltur í neðanjarðar borginni Neðra, leggur á flótta eftir að hafa verið dæmdur til dauða. Brátt flækist hann í ógnvænlega atburðarás og tekst á hendur ferðalag yfir íshelluna í von um að kaupa frelsi nornarinnar og binda enda á illvirkin – en skugginn sem læðist er ávallt skrefi á undan. Örlög stjarneyginganna Dimmbrár, Hnikars og hrafnsins Uglu, sem lesendur skildu við þegar Skuggabrúin féll, fléttast með óvæntum hætti inn í sprennuþrungna og myrka frásögn sem heldur lesendum föngnum frá upphafi til enda. Ingi var búinn að ganga með hugmyndina að þríleiknum í langan tíma. „Kveikjan var sjónvarpsþáttur um útþenslu alheimsins, sem mun víst halda áfram að eilífu og alltaf hraðar og hraðar, þar til ljósið mun ekki ná á milli stjarnanna. Í þættinum sagði stjarneðlisfræðingur að ef maður gæti horft nógu lengi til himins myndi enda með því að maður sæi stjörnurnar slokkna.“ Hann segir þessa lýsingu hafa verið afar myndræna og gripið hann strax. „Veröldin væri köld því sólin væri löngu horfin og ég sá strax fyrir mér tvo einstaklinga liggjandi á ísbreiðu sem yrðu vitni að því er stjörnurnar hyrfu. Upphafssenan var komin, hún er í fyrsta kaflanum.“ Skáldsagan Skuggabrúin eftir Inga Markússon kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og grípur lesanda frá fyrstu blaðsíðu. Meistaralega skrifuð fantasía sem þó er á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar. Sagan er myrk og töfrandi úr einstökum hrollköldum heimi í fjarlægri framtíð á einhvers konar jörð. Rósa Margrét Tryggvadóttir, Morgunblaðið, um fyrstu bókina í þríleiknum. Góðar viðtökur ótrúlega hvetjandi Fyrsta bókin í þríleiknum, Skuggabrúin, var fyrsta skáldsagan sem Ingi sendi frá sér. Bókin fékk góða dóma og viðtökur sem hann segir að hafi verið ómetanlegt fyrir sig sem nýjan höfund. „Þegar maður situr og skrifar veit maður lítið hvað maður er með í höndunum. Óútgefinn höfundur er auðvitað í enn meiri óvissu en þeir sem hafa skapað sér nafn. Ég sannfærði sjálfan mig einfaldlega um að hún yrði gefin út. Annars hefði ég aldrei klárað hana. Að það hafi orðið raunin og að henni hafi verið vel tekið í þokkabót var í fyrsta lagi léttir en líka ótrúlega hvetjandi.“ Skuggabrúin var tilnefnd til íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023 og var auk þess valin ein bóka ársins 2022 af Morgunblaðinu. Ingi var byrjaður á framhaldinu, Svikabirtu, áður en hann var kominn með útgefenda fyrir Skuggabrúna. „Að klára Svikabirtu, öruggur um útgáfu og með hlýjar viðtökur í farteskinu, var einfaldlega magnað. Samstarfið við Storytel hefur líka verið frábært, kápuhönnun, upptökur, óskalesarar, kynning, stuðningur og skilningur á sögunni. Ég get ekki nógsamlega þakkað þeim fyrir að taka hana upp á sína arma. Það hefur líka verið gaman að vinna með Sögum útgáfu, en þau endurprentuðu Skuggabrúna í sumar og Svikabirta mun koma út samtímis hjá þeim og Storytel núna fyrir jólin.“ Ingi Markússon les hér úr fyrstu skáldsögu sinni. Mynd/Mummi Lú Þriðja bókin bráðlega tilbúin Þótt Svikabirta sé nýkomin út er Ingi kominn vel á veg með þriðju og síðustu bókina í þríleiknum. „Um leið og ég hafði skilað handriti Svikabirtu af mér hófst vinnan við þriðju bókina. Það er vandasamt að loka svo stórri sögu en eftir fyrri tvær bækurnar er ég viss um að það takist. Sagan er tilbúin, það er bara að ná henni niður á blað. Ég er með þrjár, fjórar aðrar bækur í kollinum. Það er of snemmt að segja nokkuð en ljóst að næsta bók verður furðusaga af einhverju tagi.“ Ingi Markússon er fæddur og uppalinn í Reykjavík og á Húsatóftum á Skeiðum. Hann er trúarbragðafræðingur að mennt með áherslu á mannshugann, galdra og táknfræði, auk þess að hafa lengi verið viðloðandi raftónlist. Áður hafa komið út eftir hann töluvert af fræðigreinum og hugleiðingum um trúarbrögð og skyld efni. Svikabirta kemur út 13. nóvember 2023 hjá Storytel sem hljóð- og rafbók. Sögur útgáfa gefa hana einnig út á prenti á sama tíma. Lesarar eru Haraldur Ari Stefánsson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Heimasíða höfundar er ingimarkusson.com Sjá nánar á Storytel.com. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Í Svikabirtu dregur Ingi Markússon lesendur enn lengra inn í hélaðan heiminn sem hann skóp með fyrstu skáldsögu sinni, Skuggabrúnni en hún vakti mikla athygli og einróma lof gagnrýnenda og seldist upp í prenti. „Svikabirta er morðsaga á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar,“ segir Ingi Markússon. „Í mjög stuttu máli kynnast lesendur afleiðingum þess sem gerðist í Skuggabrúnni, fáeinum árum síðar. Ný aðalpersóna er kynnt til sögunnar: Agni, listhagur pörupiltur í Neðra, sem er neðanjarðarborg sem kemur fyrir í Skuggabrúnni. Hann tekst á við óséðan morðingja. Aðalpersónur Skuggabrúarinnar koma líka við sögu. Í Svikabirtu fara lesendur lengra inn í þennan kalda heim og sagan er á margan hátt myrkari, saga um trú, von og hefnd.“ Í Svikabirtu dregur Ingi Markússon lesendur enn lengra inn í hélaðan heiminn sem hann skóp með fyrstu skáldsögu sinni, Skuggabrúnni. Gekk lengi með hugmyndina í maganum Sagan segir frá grimmilegum morðum sem framin eru fáeinum árum eftir að himnarnir opnuðust. Sú eina sem getur stöðvað morðingjann er máttug norn sem er fangelsuð í fjarlægu landi. Agni, listhagur pörupiltur í neðanjarðar borginni Neðra, leggur á flótta eftir að hafa verið dæmdur til dauða. Brátt flækist hann í ógnvænlega atburðarás og tekst á hendur ferðalag yfir íshelluna í von um að kaupa frelsi nornarinnar og binda enda á illvirkin – en skugginn sem læðist er ávallt skrefi á undan. Örlög stjarneyginganna Dimmbrár, Hnikars og hrafnsins Uglu, sem lesendur skildu við þegar Skuggabrúin féll, fléttast með óvæntum hætti inn í sprennuþrungna og myrka frásögn sem heldur lesendum föngnum frá upphafi til enda. Ingi var búinn að ganga með hugmyndina að þríleiknum í langan tíma. „Kveikjan var sjónvarpsþáttur um útþenslu alheimsins, sem mun víst halda áfram að eilífu og alltaf hraðar og hraðar, þar til ljósið mun ekki ná á milli stjarnanna. Í þættinum sagði stjarneðlisfræðingur að ef maður gæti horft nógu lengi til himins myndi enda með því að maður sæi stjörnurnar slokkna.“ Hann segir þessa lýsingu hafa verið afar myndræna og gripið hann strax. „Veröldin væri köld því sólin væri löngu horfin og ég sá strax fyrir mér tvo einstaklinga liggjandi á ísbreiðu sem yrðu vitni að því er stjörnurnar hyrfu. Upphafssenan var komin, hún er í fyrsta kaflanum.“ Skáldsagan Skuggabrúin eftir Inga Markússon kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og grípur lesanda frá fyrstu blaðsíðu. Meistaralega skrifuð fantasía sem þó er á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar. Sagan er myrk og töfrandi úr einstökum hrollköldum heimi í fjarlægri framtíð á einhvers konar jörð. Rósa Margrét Tryggvadóttir, Morgunblaðið, um fyrstu bókina í þríleiknum. Góðar viðtökur ótrúlega hvetjandi Fyrsta bókin í þríleiknum, Skuggabrúin, var fyrsta skáldsagan sem Ingi sendi frá sér. Bókin fékk góða dóma og viðtökur sem hann segir að hafi verið ómetanlegt fyrir sig sem nýjan höfund. „Þegar maður situr og skrifar veit maður lítið hvað maður er með í höndunum. Óútgefinn höfundur er auðvitað í enn meiri óvissu en þeir sem hafa skapað sér nafn. Ég sannfærði sjálfan mig einfaldlega um að hún yrði gefin út. Annars hefði ég aldrei klárað hana. Að það hafi orðið raunin og að henni hafi verið vel tekið í þokkabót var í fyrsta lagi léttir en líka ótrúlega hvetjandi.“ Skuggabrúin var tilnefnd til íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2023 og var auk þess valin ein bóka ársins 2022 af Morgunblaðinu. Ingi var byrjaður á framhaldinu, Svikabirtu, áður en hann var kominn með útgefenda fyrir Skuggabrúna. „Að klára Svikabirtu, öruggur um útgáfu og með hlýjar viðtökur í farteskinu, var einfaldlega magnað. Samstarfið við Storytel hefur líka verið frábært, kápuhönnun, upptökur, óskalesarar, kynning, stuðningur og skilningur á sögunni. Ég get ekki nógsamlega þakkað þeim fyrir að taka hana upp á sína arma. Það hefur líka verið gaman að vinna með Sögum útgáfu, en þau endurprentuðu Skuggabrúna í sumar og Svikabirta mun koma út samtímis hjá þeim og Storytel núna fyrir jólin.“ Ingi Markússon les hér úr fyrstu skáldsögu sinni. Mynd/Mummi Lú Þriðja bókin bráðlega tilbúin Þótt Svikabirta sé nýkomin út er Ingi kominn vel á veg með þriðju og síðustu bókina í þríleiknum. „Um leið og ég hafði skilað handriti Svikabirtu af mér hófst vinnan við þriðju bókina. Það er vandasamt að loka svo stórri sögu en eftir fyrri tvær bækurnar er ég viss um að það takist. Sagan er tilbúin, það er bara að ná henni niður á blað. Ég er með þrjár, fjórar aðrar bækur í kollinum. Það er of snemmt að segja nokkuð en ljóst að næsta bók verður furðusaga af einhverju tagi.“ Ingi Markússon er fæddur og uppalinn í Reykjavík og á Húsatóftum á Skeiðum. Hann er trúarbragðafræðingur að mennt með áherslu á mannshugann, galdra og táknfræði, auk þess að hafa lengi verið viðloðandi raftónlist. Áður hafa komið út eftir hann töluvert af fræðigreinum og hugleiðingum um trúarbrögð og skyld efni. Svikabirta kemur út 13. nóvember 2023 hjá Storytel sem hljóð- og rafbók. Sögur útgáfa gefa hana einnig út á prenti á sama tíma. Lesarar eru Haraldur Ari Stefánsson og Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Heimasíða höfundar er ingimarkusson.com Sjá nánar á Storytel.com.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira