Kleinukarl fagnar deginum með þremur til fjórum kleinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 11:55 Ágúst Fannar Einþórsson, eða Gústi bakari, segist mikill kleinukarl. Vísir/samsett Dagur kleinunnar er runninn upp í þriðja sinn. Annálaður kleinukarl og bakari segir fagnaðarefni að geta heiðrað bakkelsið almennilega og telur flesta Íslendinga eiga góðar minningar af kleinum. Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst. Bakarí Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Bolludag þekkja eflaust flestir landsmenn en á allra síðustu árum hefur önnur og ný hefð verið að riðja sér til rúms; dagur kleinunnar. Ágúst Fannar Einþórsson, sem stofnaði Brauð & co, og rekur nú veitingastaðinn og bakaríið Bakabaka, segir viðeigandi að kleinan fái dag sér til heiðurs á Íslandi. „Ég held að við séum eina landið sem borðar kleinur allt árið og ætli það eigi ekki allir Íslendingar einhverjar góðar minningar af kleinum,“ segir Ágúst. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kleinudagsins segir að verkefnið sé hugarfóstur áhugamanna um kleinur sem hafi viljað láta gott af sér leiða. Tíundi nóvember hafi orðið fyrir valinu þar sem nóg sé um fagnaðarefni á vorin og að nóvembermánuði hafi ekki veitt af séríslenskum hátíðardegi. Steikja kleinur í allan dag Nú er haldið upp á daginn í þriðja sinn og í tilefni hans verða víða tilboð á kleinum. „Það er ógeðslega gaman að gefa þessu aðeins meira gildi og ég vona að bakarar landsins séu að steikja kleinur fram eftir degi,“ segir Ágúst og bætir við að það hafi glatt hann verulega að fá boð um að taka þátt í deginum. „Við ætlum að steikja kleinur í allan dag og verðum með nýjar kleinur í hillunum. Við erum að vanda okkur við að baka kleinur og ég er raunverulega að reyna að baka virkilega góðar kleinur þannig að mér finnst mjög gaman að fagna þessu.“ Hver er lykillinn að góðri kleinu? „Í mínu tilfelli allavega erum við að setja heilar kardimommur í kleinurnar okkar. Svo fékk ég um daginn fullt af appelsínuberki frá Bláa lóninu sem ég er búinn að láta liggja í sykri og við blöndum því út í,“ segir Ágúst og hvetur alla til nýsköpunar með bakkelsið. Sjálfur segist hann mikill kleinukarl. „Þegar ég byrja þá borða ég yfirleitt þrjár eða fjórar. Þannig ég reyni að byrja ekki daginn á að gúffa þessu í mig. En það er bara eins og það er,“ segir Ágúst.
Bakarí Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira