Dusty burstaði Þórsara í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 22:42 Toppliðin Dusty og Þór mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti
Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti