Valið á Endrick minnir á vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 16:01 Ronaldo fékk ekki að spila á HM 1994 en varð samt heimsmeistari. Getty/Oliver Berg Hinn sautján ára gamli Endrick var í gær valinn í brasilíska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en fram undan eru leikir hjá Brasilíumönnum í undankeppni HM. Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a> Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a>
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira