Valið á Endrick minnir á vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 16:01 Ronaldo fékk ekki að spila á HM 1994 en varð samt heimsmeistari. Getty/Oliver Berg Hinn sautján ára gamli Endrick var í gær valinn í brasilíska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en fram undan eru leikir hjá Brasilíumönnum í undankeppni HM. Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a> Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a>
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira